Stórathyglisverð rannsókn.

Miklar og ákafar hjólreiðar voru undirstaða þreks og líkamlegs og andlegs ástands míns frá níu ára aldri til 19 ára aldurs. 

Nú hafa ég og sífellt fleiri tekið upp hjólreiðar á fullorðinsárum, og í mínu tilfelli er það mikilvægt, að vegna slæmra hnjáa, - komið bein í bein vagna slits, - get ég stjórnað að mestu álaginu á þau, af því að hjólið er búið rafmótor. 

Ég hef því með rúmlega tveggja ára reynslu fundið hentugt jafnvægi, sem hefur skilað mér betra ástandi hnjánna en áður var auk betra líkamlegs og andlegs ástands almennt, auk peningasparnaðs og eldsneytissparnaðs og minnkaðs útblásturs gróðurhúsalofttegunda. 

Það yrði stórmerkilegt og hið besta mál ef rannsókn dr. Tinnu Traustadóttur gæti leitt í ljós frekari niðurstöður varðandi áhrif hjólreiða og ber að fagna því. 


mbl.is Styrkt til að rannsaka áhrif hjólreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa um góða framistöðu Tinnu. Óska henni til hamingju. Þekki hana ekki, hinsvegar Trausta Ríkharðsson, föður hennar. Áttum saman góð ár í Karlsruhe, Þýskalandi. Tinna var á sínum tíma ein af bestu skíðaköppum Íslands.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.5.2017 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband