7.5.2017 | 21:37
Eins marks munur skilar 2 stigum, en hve oft er slíkt hægt?
Íslenska landsliðið í handbolta er á "breytingaskeiði" kynslóðaskipta og vegna þess að í slíku ástandi þarf oft nokkur ár til að flytja keflið, er hætta á að liðið falli út í undankeppni fyrir stórmót.
Slík hætta er fyrir hendi nú og enda þótt það nægi að vinna leik með eins marks mun til að hirða bæði stigin, má engu muna í hvert sinn.
Þess vegna eru takmörk fyrir því hve oft er hægt að treysta á slíkt.
En það fullt af ungum og stórefnilegum strákum til þess að búa til gott lið og auðvitað er liðinu óskað til hamingju með hinn mikilvæga sigur í kvöld.
Ísland strengdi sér líflínu með sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.