8.5.2017 | 08:23
Ó, hvað þetta er innilega franskt.
Humanity, mannúð og skilningur, fjölbreytileiki og fegurð mannlífsins, hafa löngum verið í hávegum höfð í Frakklandi, og nýju forsetahjónin og árangur þeirra eru sveipuð sérstökum ljóma, stundum hálfgerðum ævintýraljóma.
Þessi sveigjanleiki hefur löngum verið bæði styrkur og veikleiki Frakka, stundum valdið sundrungu þegar þörf var á aga, eins og í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar, en einnig gert sterkum einstaklingum kleyft að rísa upp sem bjargvættir á ögurstundum, eins og þegar De Gaulle kom til skjalanna 1940 og aftur 1958.
Emmanuel Macron virðist vera slíkur einstaklingur, birtist skyndilega eins og prins í ævintýri þegar nýjar og erfiðar áskoranir hrannast upp og þörf er á sterkri leiðsögn og nýsköpun til að ganga á hólm við.
Það verður spennandi að sjá hvernig honum, frönsku þjóðinni og heimsbyggínni reiðir af við að fást við flókin og erfið vandamál nútímans þegar hriktir í stoðum alþjóðamála.
Vonandi hafa Frakkar gert rétt í því að fela hinum unga manni tröllaukið verkefni og taka forystu í því að endurskipuleggja og byggja upp sambúð þjóða og þjóðfélagshópa þegar þess er mest þörf.
Úr kennarastarfi í forsetahöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er staddur erlendis og hef fylgst vel með allri umfjöllun um forsetakosningarnar í Frakklandi. Ekki síst í þýskumælandi löndum, en einnig í Grikklandi og hjá BBC og CNN. Nær einróma ánægja með sigur Emmanuels Macrons og bjartsýnis barometerinn stígur fyrir Evrópu og allan heiminn. Þó er eitt land þar sem skoðanir álitsgjafa og blaðamanna stinga í stúf við þetta, lítið krútti eyland norður í Ballarhafi, Ísland. Þar eru m.a. skrifaðir leiðarar í stærsta dagblað landsins, sem einkennast af bigotry, nýrassima og fasisma. Og hver er höfundurinn? Jú, Davíð Oddsson, fyrrverandi, fyrrverandi, fyrrverandi....., afglapinn sem ber ábyrgð á hruninu og gjaldþroti Seðlabankans. Þessi lítt menntaði og kúltúrlausi “Gartenzwerg” hvílir enn eins og mara á þjóðinni, henni til hneisu og skammar. Er engin leið til að þagga niður í Davíð Oddssyni? Við erum laus við Ólaf Ragnar og líklega við Sigmund Davíð. Er ekki kominn tími á Dabba?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 10:06
Og Davíð Oddsson leyfði sér að birta eftirfarandi: “Þegar horft er til forsetakosninga í Austurríki, þingkosninga í Hollandi, fyrirsjánalegar forsetakosningar í Frakklandi og kosningar í Þýskalandi í september, þar sem gengið er út frá því að kyrrstöðuflokkarnir tveir verðir áfram saman í stjórn, má segja að ESB hafi staðið af sér atlögu lýðræðisins.” Afglapinn Dvíð Oddsson “crossed the line” fyrir löngu. En ekkert heyrist í samtökum íslenskra blaðamanna. Gera ekki neitt, skíthræddir við eigendur sína, eins og þrælar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.