"Æpandi litur"?

Eitt af mörgum atriðum, sem virðast vefjast fyrir þeim sem ætla að fara gegn tilgangi náttúruverndarlaga og reisa þjónustumiðstöð sem skyggi á fossana Gljúfrabúa og Seljalandsfoss, er tilfinning fyrir stærðarhlutföllum, afstöðu, og nú síðast litum. 

"Kassinn" sem dreginn hefur verið upp á myndum af fyrirhugaðri staðsetningu þjónustumiðstöðvar, er sagður "dreginn upp í æpandi lit." 

Hér er á ferðinni svipað og hjá Landsneti, sem hefur sagst geta lagt risa háspennulínu/línur yfir hálendið í þvílíkum felulitumm að þær sjáist ekki. 

Þó stendur til að leggja línurnar á minnsta kosti tveimur stöðum yfir akstursslóðana. 

Einig virðast mannvirkismeðmælendurnir við Seljalandsfoss sig ekki á því að hlutur A sem er nær áhorfanda, sýnist vera hærri og stærri en fyrirbæri B, sem er fjær áhorfanda. 

Og til að bæta gráu ofan á svart á að færa Þórsmerkurveg þannig, að séð frá honum myndist sem allra mest sjónmengun af hinni þráðu þjónustumiðstöð. 

Og vitnað er í Vegagerðina í ekki fyrsta sinn og ekki það síðasta til þess að réttlæta það sem til stendur og látið skína í það, að við þjónustumiðstöð sunnan og austan við sjónsvæði fossanna, skapist óviðráðanleg umferðarvandamál. 

En ekki þarf annað en að líta á kort til að sjá að vestan við bæinn Seljaland er nóg rými fyrir ný umferðarmannvirki til að leysa úr umferðinni um gatnamót Suðurlandsvegar og Þórsmerkurvegar.  


mbl.is „Dreginn upp kassi í æpandi lit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert fyrir austan vit,
alveg byrgja fossa,
ekki Framsókn er í lit,
en með stóran bossa.

Þorsteinn Briem, 8.5.2017 kl. 18:43

2 identicon

Engin vandamaál - bara lausnir. Væri það stórmál að færa fossana svo þjónustumiðtöðin komist fyrir? undecidedmoney-mouthcool

Tvístígur Gljúfri Seljan (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 21:20

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ævintýrið er aðkoman. Ósnortinn náttúra. Allir sem hafa komið að vinsælum náttúruparadísum þekkja þá tilfinningu að hafa fyrir hlutunum. Nálgast fyrirbærið af nærgætni og helst með fyrirhöfn er hluti þess að upplifa. Anddyri hálendisins byrjar tugum kílómetrum frá gersemum þess, þau leynast ósvikin þegar inn fyrir er komið. Það þekkir Ómar Ragnarsson.

Sigurður Antonsson, 8.5.2017 kl. 21:29

4 identicon

Ef fólk hefur ekki rök gegn gagnrýni þá vill það fara svona.

„Dreginn upp kassi í æpandi litum!“ Og telja sig þannig hafa gert lítið úr andmælendum. Langflest hús eru í raun kassar sem sett eru á stílform til að gæða „lífi“ eða karakter. Og, ofter en ekki litum. Liturinn á sýnidæmi fyrirhugaðs ferðaþjónustu„kassa“ myndi líklega flokkast undir felulit. Moldarbrúnn!

Það er þekkt að ferðafólk leggur gjarna á sig langar göngur til að komast að því sem það langar að sjá. Því dettur manni helst í hug að þarna sé verið að þjónkast rútufyrirtækjum svo ekki sé „sóað“ of löngum tíma í stopp.

Lausnin; náttúruspilling/spjöll!

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 22:31

5 Smámynd: Guðlaugur Jónasson

Það þarf víst að fjölga um nokkur klósett þarna, en að þurfi að byggja þarna fleiri þúsund fermetra viðskipta miðstöð til að menn geti farið á dolluna er ég ekki alveg að kaupa.

Guðlaugur Jónasson, 8.5.2017 kl. 23:04

6 identicon

Viðleitni heimskrar ferðaþjónustunnar til að byggja fyrir fossa byggist á græðgisofforsi. Ætlunin er að trufla útsýnið að fossinum svo að best megi njóta þess frá húsi viðkomandi húseiganda. Skógarfossbyggingin sem fyrirhuguð var er gott dæmi um þessa heimskulegu græðgi.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 04:01

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Delicate arch" eða "Tæpi bogi" prýðir skjaldarmerki Utah-ríkis í Bandaríkjunum. Ef menn með hinn íslenska hugsunarhátt hefðu ráðið þar á bæ, hefði fyrir löngu verið lögð hraðbraut fyrir 90 kílómetra aksturshraða að boganum, búið að setja upp stóra þjónustumiðstöð með minjagripaverslunum og hvers kyns umsvifum rétt við steinbogann auk víðfeðmra bílastæða.

En engum hefur dottið slíkt í hug þarna vestra. Í staðinn þurfa allir að ganga eða að aka á hjólastól, ef fatlaðir eru, ef svo ber undir, nokkra kílómetra, sjá þar kofa fyrsta hvíta mannsins sem kom að Tæpa boga, og upplifa fyrstu gönguferðina sem hvítur maður fór að þessu náttúruundri.

Gönguleiðin liggur að mestu eftir klöppum, og er því nokkur áskorun fyrir mann á hjólastól.

En þess meiri verður ánægja hans, kannski mest allra, ef hann kemst að boganum og til baka og hefur bætt nýjum áfanga við í lífshlaupi sínu.

Ómar Ragnarsson, 9.5.2017 kl. 18:57

8 identicon

Held að það eigi að leggja línur yfir hálendið,ásamt járnbraut,og hafa aðal innflutningshöfn íslands á Austfjörðum,En væntanlega eru Torfkofakommar á móti því ,líkt og rafvæðingu landsins.Þessi járnbraut gæti tngst norður til Akureyrar.Og stóri plúsinn hún yrði rafdrifinn.En kanski eruð þið Torfkofakommar á móti því líkt og öðrum framförum.

Train Direktör (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband