Eitt sinn átti að "bjarga Eyjafirði" með risaálveri.

Fyrir rúmum aldarfjórðungi þótt vá fyrir dyrum á Akureyri og í Eyjafirði vegna þess að verksmiðjur SÍS á Akureyri höfðu missst mikilvæga markaði fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum vegna falls kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu. 

Í samræmi við þá áltrú og stóriðjutrú, sem tekin hafði verið upp á Íslandi á sjöunda áratugnum, var þrýst hart á að reist yrði risaálver utan við Akureyri, til þess að "bjarga Eyjafirði." 

Einnig að reisa stórt álver á Keilisnesi fyrir sunnan Hafnarfjörð til að "bjarga", já, "bjarga hverju?  Hafnarfirði"?  Nei, "bjarga Austurlandi." 

Á þessum tíma trúðu menn því að Blönduvirkjun myndi "bjarga Norðvesturlandi" vegna gríðarlegrar atvinnu í tengslum við byggingu virkjunarinnar. 

Jú, það var mikið um að vera á framkvæmdatímanum og mörg hundruð manns fengu vinnu við framkvæmdirnar, en þegar þeim lauk misstu jafn mörg hundruð manns vinnuna og notuðu peningana til þess að flytja burtu og koma sér fyrir annars staðar með þeim afleiðingum að fólki fækkaði meira á Norðvesturland en dæmi höfðu verið um áður.  

Við Blönduvirkjun hafa síðan um tveir menn atvinnu að því að mig minnir. 

Svipað hefði gerst fyrir austan vegna álvers á Keilisnesi. 

Álverið reis aldrei á Akureyri og því neyddust menn til hins hræðilega, að reyna "eitthvað annað". Sem álitið var vonlaust. 

Þetta "eitthvað annað" hefur samt reyndar orðið til þess að allan tímann síðan í lok 20. aldar hefur verið fólksfjölgun og uppgangur á Ákureyri og i Eyjafirði. 

En nú hafa stóriðjutrúarmenn öðlast endurnýjaða trú á það, sem eigi að "bjarga" Eyjafirði á svipaðan hátt og álver átti forðum:

Nýja bjargráðið er að Eyjafjörður öðlist sem stærstan skerf af fyrirhugaðri tíföldun sjókvíaeldis á Íslandi á næstu örfáu árum. Nú brýst hliðstæða stóriðjutrúarinnar út í stórkvíatrú. 

Svo heit er stóriðjutrúin enn, að krafan um tugþúsunda tonna sjókvíaeldi í Eyjafirði sem allra fyrst er sett fram, þótt nú sé bullandi uppgangur nyrðra og meira að segja þensla. 

Sem fyrr eru hugmyndir um friðun taldar af hinu illa, komnar frá "öfgafólki" og "umhverfisfasistum", sem séu "á móti atvinnuuppbyggingu" og "vilji fara aftur inn í torfkofana."

Sannið til, að það verður erfitt fyrir Þorgerði Katrínu að standa á móti stórkvía-þrýstingnum. 

Menn með mikla peninga og góð tengsl við valdamenn þrýsta nú á, leiddir af fyrrum forseta Alþingis, miklum sómamanni, að norskir laxagreifar eignist þennan hluta sjávarauðlindarinnar við Ísland, af þvi að krafan um 51% íslenskt eignarhald gildir ekki um þennan sjávarútveg. 


mbl.is Skora á ráðherra að friða Eyjafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skora a alla að eta ekki erfða breyttan mat

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 08:49

2 identicon

"Ég skora a alla að eta ekki erfða breyttan mat." Af hverju?

http://theplate.nationalgeographic.com/2016/05/17/scientists-say-gmo-foods-are-safe-public-skepticism-remains/

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 09:42

3 identicon

 Ok alla nema þig Haukur Kristinsson

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 09:54

4 identicon

Ágæti Ómar, af hverju ertu ævinlega á móti öllum framkvæmdum er stuðla að uppbyggingu á landsbyggðinni?

Landsbyggðin er ekki Reykjavík/Höfuðborgarsvæðið og Reykjavík/Höfuðborgarsvæði (þar sem að þú býrð) er ekki landsbyggðin.

Það er eins og þú áttir þig ekki á samfélagslegum og atvinnulegum aðstæðuum úti á landi.

Það er mjög erfitt að halda uppi sambærilegri atvinnustarfsemi úti á landi eins og þrífst best í fjölmenninu í Reykjavík.

Ferðamenn koma t.d. varla út á land nema á nokkra sérstakta staði t.d. Jökulsárslón, Mývatn og kannski á hið fjölbreytta og tiltölulega stóra Eyjafjarðarsvæði, hátæknifyrirtæki vilja alls ekki koma út á land, og allt verður vitlaust ef flytja á opiberar stofnanir út á land.

Hvers á þá landsbyggðin að gjalda hvað atvinnumál varðar?

Ekki getur landsbyggðin verið einn allsherjar þjóðgarður og útivistarsvæði sem opin er nokkra mánuði á ári.

Og ekki borgar fólk úti á landi reikningana sína með ósnortinni náttúru og vernduðum svæðum.

Fólk úti á landi vill ekki að samfélög þeirra séu ósnortin, óbreytanleg og tímalaus, þar sem að engar framfarir eða þróun á sér stað og þar sem að eru einungis krúttlega og sérkennileg þorp sem sumum finnst gaman að heimsækja einu sinni á ævinni.

Fólk úti á landi vill framfarir og þróun og umfram allt atvinnusköpun svo að það verði lífvænlegt að búa þar í stað þess að vera einhverjir sýningargripir sem minna á veröld sem var.

Einn utan af landi (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 10:52

5 identicon

·       1. GE crops are safe to eat.  There is always uncertainty about safety, of course, but there’s no evidence of harm.

·       2. The GE crops in our food system don’t improve on the crops’ potential yields. They have, however, helped farmer protect yields from insects and weeds.

·       3. Both herbicide-tolerant crops and crops with the organic pesticide Bt built in have decreased pesticide use, although those decreases came early on, and some have not been sustained.

·       4. Increased use of glyphosate, the herbicide GE crops tolerate, has been responsible for a widespread and expensive problem of glyphosate-resistant weeds.

·       5. The report found no adverse affects on biodiversity or danger from interbreeding between GE crops and wild relatives.

·       6. Although both the use of GE crops and the employment of farming techniques that reduce tilling have been on the rise, the report finds no cause-and-effect relationship.

·      7. The economic benefits to farmers have been well-documented, although individual results vary.

·       8. Small-scale farmers may have trouble seeing those economic gains because of the price of seed and lack of access to credit.

·       9. Appropriate regulation is imperative, and that regulation should be based on the characteristics of the crop, rather than the technique used to develop it, whether GE or non-GE.

·        10. Ongoing public conversations about GE crops and related issues should be characterized by transparency and public participation.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 10:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Starfsmönnum", átti þetta nú að vera, áður en "Þorvaldur hinn síreiði S" kemst í málið.

Þorsteinn Briem, 11.5.2017 kl. 13:49

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 11.5.2017 kl. 13:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.11.2015:

"Alcoa Inc., móðurfélag Alcoa Fjarðaáls á Íslandi, tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggist loka þremur álverum í Bandaríkjunum."

"Miklar umframbirgðir af áli, fyrst og fremst fyrir tilstilli holskeflu af kínversku áli á heimsmarkaði, hefur leitt til þess að álverð hefur ekki verið lægra í langan tíma.

Vestrænir álframleiðendur mega sín lítils í samkeppninni og hafa neyðst til að draga saman seglin í ljósi minnkandi hagnaðar, samanber ofangreindar aðgerðir Alcoa.

Alcoa áætlar að umframbirgðir á þessu ári nemi 760 þúsund tonnum, sem nægir til að smíða 16 þúsund Boeing 747 flugvélar."

Alcoa dregur saman seglin

Þorsteinn Briem, 11.5.2017 kl. 13:53

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 11.5.2017 kl. 13:57

11 identicon

Steini Briem.

Mannfjöldatölur hjá þér varðandi Fjarðabyggð eru ekki réttar hjá þér.

Árið 1998 var íbúafjöldi í Fjarðabyggð 3300

Árið 2013 var íbúafjöldi í Fjarðabyggð 4630

Þessar tölur fást af vef Hagstofu Íslands. 

Einn utan af landi (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 14:24

12 identicon

Aðalvinnustaður Akurnesinga er á Grundartanga. Akranes var mikill útgerðarbær. Þar var hætt að landa fiski fyrir þónokkrum árum en vissum tegundum fisks hefur verið ekið þangað til vinnslu. Nú verður því hætt. Væru ekki þessir öflugu vinnustaðir á Grundartanga væri ekki björgulegt framundan á Akranesi. Það eru ákvæði í lögum um skipulagsskyldu, umhverfismat og framkvæmdaleyfi. Ef fyrirhuguð starfssemi af hvaða tagi sem er, stendst þær reglur sem um þar gilda þá finnst mér ástæðulaust að hamast á móti henni. Hins vegar á ekki að hygla einni starfsemi umfram aðra. Við og aðrir íbúar heimsins notum ál og étum alinn lax. Varla er betra að Kínverjar bræði álið með kolum. Vegna hættu á erfðamengun villts lax á Íslandi þarf sérstaklega ströng skilyrði og þau á að setja.

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 18:04

13 identicon

Mikið óskaplega er hann Ómar ragnarsson gáfaður og velviljaður landsbyggini.

Þetta fimburfalb i honum er ekki eðlilegt,hans eina hlutverk í  lífinu hefur verið að níða niður landsbyggðina.

Fólki hefur fjölgað í td Fjarðabyggð  með tilkomu álvers og aukinna atvinnutækifæra.

Ætli hann muni eftir því þegar hann var að skemmta hjá fyrirtæki á landsbyggðini og neitað svo að koma fram þegar hann var mættur á staðinn  nema að fá greitt undir borðið.

bb (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 18:17

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lágt er nú lagst.  Það ætti að vera auðvelt fyrir mig að muna eftir atvikinu sem bb hinn nafnlausi segir í lokin að hafi gerst, því að ég hef aldrei "neitað að koma fram þegar ég var mættur á staðinn nema að fá greitt undir borðið." 

Ómar Ragnarsson, 11.5.2017 kl. 19:39

15 Smámynd: Már Elíson

Lygi, sem ekki er hægt að standa við, það er iðja nafnleysingja eins og "bb". -

Ofurhræðsla við að standa eins og maður við orð sín og þurfa að éta það ofan í sig.

Hvorki nafn á fyrirtækinu, hvar á "landsbyggðinni", ljúga upp á Ómar og fela sig í mykjuhaugnum undir "bb". - Ómerkilegt eins og hægt er.

- - - - - 

"Einn utan af landi" ætti nú að líta í spagil, taka gáfnapróf og horfa síðan í kringum sig á eyðileggingar landsins í krafti lyga og græðgis framámanna sem hafa skrifað upp á aðgerðir gegn sínu eigin landi með frosin augun, en þó með græðgisglampa. - Ég skora á "Einn utan af landi" og pótentáta hans úti á landi að horfa með fjölskyldunni á "Draumalandið" og þerra síðan tárin (má vera í laumi, af skömm).

Már Elíson, 12.5.2017 kl. 16:43

16 Smámynd: Már Elíson

Afsakið innsláttarvillu...."spagil>spegil.

Már Elíson, 12.5.2017 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband