12.5.2017 | 10:09
Síbyljan um kolaorkuverin í Kína.
Á ársfundi Umhverfisstofnunar, sem stendur yfir þegar þessi pistill er skrifaður, og myndin er af, hefur skotið upp kollinum umræða um þá fullyrðingu stóriðjutrúarmanna, að við Íslendingar séum skyldir til þess að virkja alla orku landsins fyrir álver, vegna þess að ef við gerum það ekki, muni Kínverjar reisa álver sem ganga fyrir kolaorku, sem valda 20 sinnum meiri útblæstri en íslenska framleiðslan.
Til þess að þessi margtuggða síbylja um kínversku kolaorkuna standist, er forsendan sú að hvergi í heiminum sé hægt að virkja hreint vatnsafl eða jarðvarma nema á Íslandi.
En þannig er það ekki, og vel er hægt að virkja vatnsafl nær uppruna súrálsins, sem flutt er um þveran hnöttinn til Íslands.
Þegar ég flaug yfir Eþíópíu þvera og endilanga árið 2003 blasti við hve miklir orkunýtingarmöguleikar væru í landinu, bæði í jarðvarma og vatnsafli.
Ekkert af þeim svæðum, sem þar var um að ræða, er á lista yfir merkustu náttúruundur veraldar eins og Ísland er.
Nú má sjá í frétt á mbl.is að nú sé á vegum Íslendinga í gangi starf við að hefja nýtingu á annarri orku í Eþíópíu en jarðefnaeldsneyti.
Hvað kolaorkuna í Kína snertir, þá hugsa Kínverjar afar þröngt þegar þeir ákveða að reisa álver og kolaorkuver, og vilja helst framleiða alla sína orku sjálfir, svo að sú forsenda stenst ekki að þeir hlaupi til og hætti við að reisa álver sem knúið er af kolaorku ef þeir frétta af því að verið sé að reisa álver á Íslandi.
Neyðarlög seinka framkvæmdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhverja raforku fá þeir ní í Kína úr Þriggjagljúfra virkjuninni.
Halldór (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 11:35
Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þarf 130 MW þegar það er komið í fulla stærð, sjá bls. 4
Norðurál: "Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."
Álver í Helguvík þyrfti því um fimm sinnum meiri raforku en kísilver á sama stað.
Og samtals þyrftu álverið og kísilverið 755 MW.
Steini Briem, 14.5.2014
Þorsteinn Briem, 12.5.2017 kl. 12:51
"Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar.
Afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði."
Þorsteinn Briem, 12.5.2017 kl. 12:51
Nýjar virkjanir á Suðurlandi:
Skrokkölduvirkjun 35 MW,
Hvammsvirkjun 82 MW,
Holtavirkjun 53 MW,
Urriðafossvirkjun 130 MW,
Hágönguvirkjun, 1. áfangi 45 MW,
Hágönguvirkjun, 2. áfangi 90 MW,
Búðarhálsvirkjun 95 MW.
Samtals um 530 MW.
Háhitasvæði á Reykjanesskaga:
Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.
Samtals um 430 MW.
Og engan veginn víst að allar þessar virkjanir komist í gagnið að einhverju eða öllu leyti.
Og álver verður ekki reist á Húsavík.
Steini Briem, 21.11.2012
Þorsteinn Briem, 12.5.2017 kl. 12:53
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Þorsteinn Briem, 12.5.2017 kl. 12:59
20.11.2015:
Alcoa aldrei greitt skatt hér á Íslandi - Um 57 milljarðar króna farið frá Alcoa í Reyðarfirði til Lúxemborgar
Þorsteinn Briem, 12.5.2017 kl. 13:02
17.12.2015:
Landsvirkjun segir Norðurál sýna mikla hörku og hóta lokun
Þorsteinn Briem, 12.5.2017 kl. 13:06
Í gær:
Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380
Þorsteinn Briem, 12.5.2017 kl. 13:16
27.4.2017:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins."
10.4.2013:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um arðgreiðslu til eigenda, þ.e. ríkissjóðs, að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2012.
Landsvirkjun greiddi 1,8 milljarða í arð í ríkissjóð í fyrra [2012] en fyrirtækið greiddi engan arð í fjögur ár þar á undan [2008-2011]."
Þorsteinn Briem, 12.5.2017 kl. 13:33
Ómar, þú ert semsagt sáttari við það að ál sé framleitt með rafmagni unnu úr jarðefnaeldsneyti í Kína, heldur en framleitt úr grænni orku á Íslandi.
Og þú ert sáttari við það að vatnsaflsvirkjanir séu í fátæku Afríkuríki svo að hægt sé að framleiða ál í því landi þar sem umhverfis-, vinnueftirlit og öryggi starfsmanna er ljósárum á eftir því sem gerist á Íslandi.
Svona afstöðu eins og þú er kölluð NIMBY sem útleggst "Not In My Back Yard", þ.e. fólk sem gjarna vill njóta þeirra gæða sem tækni heimsins, en það má bara ekki framleiða þau nálægt mér - sjá; https://en.wikipedia.org/wiki/NIMBY
NIMBY eru í raun fordómar eða jafnvel fobía gagnvart tækniframförum og tækniframleiðslu og er einskonar þjóðrembulega íhaldsafstaða.
Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 15:00
Að auki má benda á að kolanotkun Kínverja til raforkuframleiðslu eru um 3 mia. tonna á ári, eða jafnmikil og kolanotkun Bandaríkjanna, Rússlands og ESB.
Árið 2035 er gert ráð fyrir að kolanotkun Kínverja til raforkuframleiðslu verði komin í allt að 6 mia. tonna á ári með þar af leiðni aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Er þetta virkilega eitthvað sem þú ert sáttur við Ómar, ef þetta gæti komið í veg fyrir að virkjað yrði á Íslandi til að knýja áfram atvinnulíf og knýja væntanlega rafbílavæðingu á Íslandi?
Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.