Klassadæmi um "eitthvað annað."

Hver margir þekktu árið 1998? :

1. Þrídranga,  Reynisfjöru?   Fjaðrárgljúfur?  Brúarfoss, Eyjabakka?

2. Stapana og Lindurnar í Hjalladal? Kringilsárrana með sínum Hraukum, hjöllum, hreindýrum, gæsum og Töfrafossi og fleiri fossum í Kringilsá?  Stórfossana Faxa og Kirkjufoss í Fljótsdal og fossaraðirnar í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá?

Jú, í umræðum um Fljótsdalsvirkjun 1999 sagði þáverandi forsætisráðherra að hann og allir aðrir héldu að þegar væri verið að tala um Eyjabakka, væri verið að tala um götuna Eyjabakka í Breiðholtinu.

Þetta sagði hann til að leggja áherslu á þá skoðun, að hér á landi væri það til marks um það hvort hlutir teldust merkilegir, hvort menn vissu almennt að þeir væru til eða þekktu þá.

Ef menn ekki þekktu þá, væru þeir einskis verðir og til dæmis hið besta mál að sökkva Eyjabökkum.

Nú má sjá í umræðu á netinu að það sem sökkt var í Hálslón hefði verið einskis virði né annað sem eyðilagt var að eilífu vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Upptalningin hér að ofan tengist öll Kárahnjúkavirkjun og öll þessi fyrirbæri telja ævilangir aðdáendur Kárahnjúkavirkjunar ennþá fullum fetum að hafi verið einskis virði og dæmi um það hvað "eitthvað annað" en stóriðja væri einskis virði.  

Í samræmi við álit stóriðjutrúarmanna á náttúruverðmætunum, sem eytt var með Kárahnjúkavirkjun, myndu fyrirbærin Þrídrangar, Fjaðrárgljúfur, Reynisfjara og Brúarfoss hafa verið einskis virði á meðan þau voru ekki almennt þekkt.

  


mbl.is Bieber deildi myndinni um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hafa túristarnir borgað bændum mikið fyrir aðgang að Reynisfjöru? Björgunarsveitum og Landhelgisgæslu fyrir þeirra vinnu í Reynisfjöru? Hvað skilar Reynisfjara í tekjum og launuðum störfum? Hvers virði er ómetanlegt náttúruundur ef það skilar engu nema kostnaði og fyrirhöfn?

Ótakmörkuð ólaunuð vinna við að þrífa eftir túrista, leita að og bjarga var ekki atvinnan sem vantaði á Austurlandi. "Eitthvað annað" er enn langt frá því að vera sú atvinnubót og björgun sem náttúrudýrkendur lofuðu. Fjallagrasatínsla þeirra og vettlingaprjónið hafa heldur ekki skapað nein störf. Og hrifning þeirra hefur ekki skilað svo miklu sem kartöflu á disk.

---------Vinsælli ferðamannastaður en flest náttúruundur Ómars.---------

Image result for flugvél bieber

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 18:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú gleymir því alveg, hvernig umhverfið er þarna, að því er virðist óendanleg sandfjaran framundan og jöklarnir tveir í baksýn. 

Ómar Ragnarsson, 13.5.2017 kl. 21:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og ef þú heldur að það séu bara mannvirki og flugvélaflök sem lokka næstum 90% útlendinga til Íslands, þarftu að bíða lengi eftir því, því að hingað til hefur þessi prósentutala átt við um íslenska náttúru. 

Ómar Ragnarsson, 13.5.2017 kl. 21:40

4 identicon

Og 90% af þessum 90% halda að Íslensk náttúra sé Bláa Lónið, Gullfoss og Geysir. Það er margt sem lokkar útlendinga til Íslands, uppáhalds náttúruundur þín eru þar neðarlega á blaði komist þau á einhverja lista.

---- Íslensk náttúra gæti einnig átt við auglýst og umfjallað lauslæti okkar.-----

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 22:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.

Erlendir ferðamenn
voru að meðaltali 6,6 gistinætur hér á Íslandi að vetri til en 10,2 nætur sumri til árið 2012.

Það ár voru 77% gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum eða gistiheimilum, samtals 2,2 milljónir gistinátta.

Rúmlega 94% þeirra heimsóttu þá Reykjavík sumri til en 72% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 42% Mývatnssveit en að vetri til 95% Reykjavík og 61% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi en 33% Vík í Mýrdal.

Færri
erlendir ferðamenn heimsóttu hins vegar Mývatnssveit sumarið 2012 en Vík í Mýrdal (52%), Skaftafell (48%) og Skóga (45%) en jafn margir heimsóttu Akureyri og Húsavík (42%).

Um 44% gistinátta erlendra ferðamanna voru á höfuðborgarsvæðinu sumri til árið 2012 en 77% vetri til.

Níu af
hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2012, líkt og árið 2011.

Íslendingar voru að meðaltali 15 gistinætur á ferðalögum innanlands árið 2012, þar af samtals 465 þúsund á hótelum eða gistiheimilum.

Og það ár heimsóttu 43% þeirra Akureyri en 27% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 18% Mývatnssveit.

Þorsteinn Briem, 13.5.2017 kl. 23:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað var minnisstæðast

Þorsteinn Briem, 13.5.2017 kl. 23:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

"Þeir sem nefndu náttúruna sem áhrifavald að Íslandsferð voru spurðir um hvað það væri varðandi náttúruna sem heillaði.

Um er ræða opna spurningu og þau atriði sem oftast voru nefnd má sjá hér að neðan: 

    • Fegurð/óspillt/ósnert/náttúra/landslag/óbyggðir 48,6%

    • Eldfjöll/hraun 31,8%

    • Sérstaða/frábrugðið/fjölbreytni 24,4%

    • Jöklar 17,5%

    • Fossar 16%

    • Jarðfræðisaga/jarðfræði/jarðeðlisfræði 13,7%

    • Jarðhiti/hverasvæði 11,2%

    • Goshverir 8%"

    Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 00:26

    9 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

    "Þegar erlendir ferðamenn voru spurðir að því hvaða landshluta þeir hafi heimsótt nefndu
    95,6% Reykjavík, 71,2% Suðurland, 50,2% Norðurland, 48,4% Vesturland, 47% nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, 44,8% Austurland, 39,8% Reykjanes, 29,6% hálendið og 20% Vestfirði.

    Fleiri nefna Vestfirði, Norðurland og Austurland en fyrri sumarkannanir hafa sýnt."

    [Fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu því Austurland en Reykjanesskagann sumarið 2016.]

    Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 00:45

    10 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

    "Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda
    sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."

    "Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).

    Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."

    Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 00:56

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband