13.5.2017 | 22:46
Sigur fyrir tónlistina!
"Its not fireworks, but feelings" sagði Salvador Sobral svo réttilega um það, hvað söngvakeppni skal fyrst og fremst snúast um.
Og nú syngja þau systkinin saman þetta dásamlega lag þegar þetta er skrifað og það fór fyrir fleirum í Evrópu eins og mér, að ég hafði ekki hrifist svona mikið síðan Alexander Rybak flutti sitt lag hér um árið.
Þetta var sigur fyrir tónlistina, sagði Salvador, og því ber að fagna.
Sem minnir á það sem Páll Óskar nefndi sem númer eitt í viðtali um daginn: Lag og texti.
Portúgal vann Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ánægður með sigur Portúgals með "Amor Pelos Dois", sem Salvador Sobral söng en systir hans Luísa samdi lagið. Þó ég verði að viðurkenna að mér finnst lagið vera lagleysa og væmið. En það er bara minn smekkur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2017 kl. 10:24
Mér finnst þetta lag ekki lagleysa. En annars hef ég aðeins heyrt það einu sinni svo það er erfitt að dæma. Keppnin fyrst mér hinsvegar vera úrelt og ekki ásættanlegt að eyða peningum skattborgara í þetta. Mæli með að þjóðin fái að segja sitt álit um það hvort við drögum okkur úr úr þessari keppni eins og bretar hafa gert.
Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2017 kl. 11:33
Halló heim í gamla landurinn!
Það skal viðurkennt að ég hefi ekki borið mig eftir því að hlusta/horfa á Eurovision keppnina í áratugi og ég hafði ekki hlustað á eitt einasta lag í keppnini í ár, fram að þessu. Þegar ég bar mig eftir fréttum á netinu nú í morgun þá las ég fréttir á íslenskum netmiðlum og hlustaði á portúgalska sigurlagið. Mér finnst þessi sigurballaða undurfalleg og vel flutt. Þýðing Hallgríms Helgasonar (sem ég las í athugasemdum að er trú portúgalska ljóðinu) finnst mér hreint út sagt mjög falleg og vel heppnuð.
Ég er sammála Jósef hér að ofan að það er spurning hvort það sé þess virði að taka þátt í þessari keppni, sem er löngu farin út af sporinu í samanburði við upphaflegt gildi þessa viðburðar. Í ofurframboði lista og afþreyingar (sjónvarp og veraldarvefurinn o.s.frv..), hefir þessi keppni lítið gildi.
Kveðja sunnan úr álfum.
Hörður Þ. Karlsson (IP-tala skráð) 14.5.2017 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.