Ljóminn sem fylgir því að vera í vinningsliði.

Það blundar líklega í öllum að baða sig í ljóma sigurvegara og vinningsliða. Það þarf því ekki að vera nein mótsögn fólgin í því að fleira breskt verkafólk fylgi nú um stundir Íhaldsflokknum en Verkamannaflokknum og segir kannski meira um ástandið hjá Verkamannaflokknum en flest annað. 

Bryndís Schram greindi nýlega frá því sérkennilega fyrirbrigði fyrir rúmum 80 árum, að þegar búið var að berjast árum saman gegn íhaldi þess tíma að hinir lakast settu í þjóðfélaginu svo sem "þurfalingar" og vinnuhjú og atvinnulaust fólk fengi kosningarétt, brá svo við að margir þeirra, sem bjuggu þá í Pólunum svonefndu við lakan kost, fóru í sparifötin í fyrstu kosningunum eftir að þeir fengu kosningarétt og kusu, - ja hvað haldið þið, - íhaldið. 

Það var nefnilega svo ljúft að geta notað einu flottu sparifötin sín til þess að sýna sig og sjá aðra á kjörstað og segjast ætla að kjósa þá, sem höfðu andæft nýfengnum réttunum hins fátæka fólks. 

Nú var þeim tíma lokið og nýr tími runninn upp hjá því hvað kosningaréttinn varðaði.

Nú þurfti það ekki lengur að þola þá niðurlægingu að hafa hann ekki, og því kannski engin þörf fyrir að kjósa þá sem höfðu barist fyrir þessum réttindum öllum til handa. 

Það gat verið munur að vera maður með mönnun og lýsa því jafnvel yfir, að nú væri hægt að taka þátt í velgengni hinna ríku og haga sér í sem flestu eins og þeir, þótt peningana og jafnvel atvinnuna vantaði. 


mbl.is Íhaldið vinsælla á meðal verkafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Slafrar í sig slæman kost,
svona var í Pólunum,
borðar hvorki brauð né ost,
býr í Krummahólunum.

Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband