15.5.2017 | 23:38
Kostar í raun smáaura að opna NA-SV brautina í Keflavík.
Þegar Keflavíkurflugvöllur var gerður, var megingerð hans eftir formúlunni "krossbrautir", þ. e. að brautirnar mynduðu 90 gráðu horn hvor við aðra. Vegna þess að oft verður hvasst úr vindáttunum norðaustan og suðvestan, var gerð þriðja flugbrautin, NA-SV braut eins og á Reykjavíkurflugvelli.
Þegar flugvélar stækkuðu mikið og lendingarhraði þeirra hækkaði, minnkaði þörfin fyrir þessa braut, af því að vélarnar þoldu meiri hliðarvind en eldri vélar.
Þar að auki var lendingarhraði orrustu- og sprengjuþotna mjög hár og þær þoldu enn meiri hliðarvind.
Varnarliðið hætti því við að halda NA-SV brautinni við.
Með gríðarlegri fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli hefur það hins vegar meiri áhrif á flug um völlinn en áður þegar mjög hvasst verður úr norðaustri og suðvestri.
Og í kvöld var norðaustanátt þegar flugvél frá flugfélaginu Vueling hætti við að lenda.
Þessi vindur stóð beint á gömlu norðausturbrautina em á ská á norðurbrautina.
Búið er að reikna út að það kosti innan við 300 milljónir króna að koma NA-SV brautinni í notkun.
Það eru smáaurar miðað við hundruð milljarða, þúsund sinnum stærri upphæð, sem græðist á notkun vallarins.
Við sitjum bara hérna í vélinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það undarlega við þessa flugvél frá flugfélaginu Vueling sem hætti við að lenda er að ekkert var að veðri og aðrar flugvélat gátu lent. Auk þess sem hún er ekki skráð til lendigar í Keflavík.
Hábeinn (IP-tala skráð) 16.5.2017 kl. 00:15
Komdu sæll Ómar
Það var ekkert að veðri í Keflavík í kvöld og vindur fór aldrei yfir 13 hnúta, lengst af búið að vera undir 10 hnútum. Báðar brautir eru opnar þó séu að vísu rúmlega 2100m hvor vegna framkvæmda. Svo þessar útskýringar Vueling eru vægast sagt furðulegar, það verður að segjast. Spurning hvort þetta tengist því að Vueling sé ekki RNAV approved og geti því ekki framkvæmt RNAV aðflug þar sem ILS eru ekki í boði. En það eru VOR og NDB aðflug samt sem áður.
Hér eru METAR upplýsingar frá í kvöld:
BIKF 152330Z 01008KT 9999 VCSH FEW036 BKN048 BKN064 07/05 Q0993
BIKF 152300Z 01007KT 340V050 9999 -SHRA FEW034 BKN044 BKN051 08/05 Q0994
BIKF 152230Z 03009KT 360V060 9999 -SHRA FEW034 BKN042 BKN047 08/05 Q0995
BIKF 152200Z 05009KT 020V080 9999 -SHRA FEW040 BKN050 BKN075 09/03 Q0995
BIKF 152130Z 05013KT 9999 -SHRA FEW044 SCT052 OVC075 09/04 Q0996
Davíð (IP-tala skráð) 16.5.2017 kl. 01:10
Rétt er þetta, en með opinni NA-SV braut var enn fráleitara að bera aðstæðum við, og ég er ekki að skrifa um þær aðstæður sem voru í gærkvöldi, heldur 50 hnútana í suðvestan hvassviðrunum sem koma á útmánuðum.
Ómar Ragnarsson, 16.5.2017 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.