Koffín og hvítasykur, ágeng fíkniefni og ógn.

Það er engin tilviljun hve drykkurinn kaffi var fljótur að setja áberandi mark á þjóðlíf í Evrópu þegar þessi drykkur barst þangað. 

Þegar áhrif koffíns og hvítasykurs, sem sett er út í kaffið, eru lögð saman, getur slík blanda falið í sér ógn við heilsuna ef neyslan er mikil. Því bæði efnin vekja fíkn sem veldur oft óhóflegri neyslu. 

Undrafljótt var farið að gefa ákveðnum tímum sólarhringsins heiti eftir þessum drykk; morgunkaffi, kvöldkaffi, kaffiboð, o. s. frv.

Í kjarasamningum sömdu verkalýðsfélög síðar meir um lengd og jafnvel tímasetningu kaffitíma.

Voru slík ákvæði furðu flókin á þeim tíma sem ég vann verkamanavinnu í den. 

Kaffið nýtur virðingar, - það felst virðingarvottur í því "að bjóða í kaffi" og þar af leiðandi næstum því níska, durtsháttur og dónaskapur að bjóða gesti ekki kaffi.

Hins vegar hafa coladrykkir sótt mjög á í raun hvað magn og tíðni snertir eftir að þeir komu til sögunnar.

Íblöndun hvítasykurs í kaffi eykur svo mjög á nautnina og fíknina, sem fylgir kaffidrykkju og drykkju coladrykkja, að það getur orðið að böli. 

Og er reyndar lúmskt böl hjá furðu mörgum og ágengni þessara fíkniefna þekki ég vel. 

Ýmislegt bendir til að skipting yfir í "sykurlausa" drykki með sætuefnum hafi lúmska óhollustu í för með sér, sem er smám saman að koma í ljós eftir því sem árunum fjölgar sem þessi efni hafa verið notuð. 

Má nefna það nýjasta, áhrif á heilann, jafnvel aukin hætta á alzheimer, en líka hefur verið bent á að sykurfíkn fíkilsins auki neyslu hans á annarri fæðu, sem innilheldur hvítasykur, auk þess sem áhrif sætuefnanna á framleiðslu insúlins geti kallað fram áunna sykursýki. 

Neyslan getur verið sláandi mikil og næstum tákn fyrir suma. 

Ég minnist til dæmis hljóðfæraleikara sem ég vann mikið með hér á árum áður, þó ekki píanóleikari, sem fór létt með að drekka úr heilum kassa af kók á þeim fimm klukkustundum sem skemmtun og ball tóku.

Þetta kostaði fjóra kassa af kók fyrir hann í ferð með skemmtunum og balli fjóra daga í röð. 

Þetta voru glerflöskurnar litlu með 175 millilítra í hverri flösku, ef ég man rétt, en heill kassi var, að mig minnir, 24 flöskur, þannig að magnið í kassainum hefur verið um fjórir lítrar og kaloríurnar 1600, sem fer langleiðina í að vera það sem fullorðinn maður þarf á sólarhring.

Um magn koffínsins skal ég ekki segja, ekki hefur það heldur verið hollt, jafnvel enn óhollara, - en um ógn sykursins þarf ekki að deila, hún felur í sér einhverja mestu ógn sem steðjar að heilsu meirihluta jarðarbúa. 

 

 

 

 

 


mbl.is Koffínneysla olli dauða tánings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband