17.5.2017 | 18:57
Gróði er gróði þegar hann verður til. Finnur kom hvergi nærri!
Gróði er gróði þegar hann verður til, og aðferðirnar til að græða eru staðreynd á þeim tíma sem þær eru notaðar.
Ef þessi gróði tapast síðar, svo að sá sem græddi tapar öllu sínu, skiptir þeð engu máli varðandi tilurð gróðans.
Olafur Ólafsson segir að blekkingafléttan sem hann bjó til skipti engu máli af því að S-hópurinn hefði hvort eð er getað keypt bankann og erlent eignarhald ekki skipt máli.
En hvers vegna þurfti þá alla þessa fléttu?
Í nefndarfundinum í dag lagði Vilhjálmur Bjarnason á borðið hjá Ólafi gögn, sem sýndu, hve miklu það hefði skipt í augum seljenda Búnaðarbankans að þýski bankinn væri aðili að kaupunum.
En ekkert virtist hagga Ólafi frekar en fyrri daginn.
P. S. Nýjasti brandarinn er að þátttaka sjálfs Finns Ingólfssonar, skömmu áður varaformaður, ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, í S-hópnum hafi ekki haft hin minnstu áhrif á þetta mál.
Ólafur fékk 4 milljarða í sinn hlut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Persónan Ólafur Ólafsson er á sinn hátt táknræn fyrir smærð samfélagsins og það hvernig meðalmennskan og banality getur valdið miklum usla. Við eyðum of mikilli orku, of miklum tíma í plebba og þjófa. Jafnvel okkar „háa og virðulega“ Alþingi er upptekið af vitleysuna. Þetta verður að breytast.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 20:28
"Í öðru bindi Heimsljóss, Höll sumarlandsins, segir frá heimsókn Péturs Þríhross til skáldkonunnar Hólmfríðar á loftinu.
Þar verður Þríhross drukkinn og segir þá meðal annars:
"Mitt nafn er Peder Pavelsen Three Horses [...]"
"Jeg er sgu fanden gale mig ingen Islandsmand, sagði Peder Pavelsen Three Horses.""
Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 21:39
Er þessi pistill þinn byggður á staðreyndum eða vinsælli skoðun? Líkum og því sem einhver heldur að geti hafa skeð? Varst þú ekki að grenja það fyrir stuttu að þú hafir hugsunarlaust logið að þjóðinni með því að taka undir skoðanir stjórnvalda gagnrýnislaust í Geirfinnsmálinu?
"Olafur Ólafsson segir að blekkingafléttan sem hann bjó til skipti engu máli.." Ég hef hvergi séð Ólaf viðurkenna blekkingarfléttu. Og ekki séð neinar sannanir fyrir blekkingarfléttu, "líkur benda til" er engin sönnun. Hvort seljendur hafi verið ánægðir með aðkomu útlendinga eða litinn á bindi Ólafs kemur í sjálfu sér málinu ekkert við. Hvorugt var skilyrði. Hvað gerði Finnur fyrrverandi ýmislegt svo til að tryggja viðskiptin, hvaða vald hafði hann á þeim tíma?
Eru stjórnvöld og leppar þeirra hafnir yfir gagnrýni og skoðun í málum sem þessum? Þurfa þeir ekki að sanna mál sitt? Nægja þér fullyrðingar þeirra? Ekki veit ég hvað er satt og rétt í þessu máli.
Hábeinn (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 23:21
Sæll Ómar.
Það voru alvarleg mistök og vanhugsað
að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
að gefa það til leyfis að maður þessi kæmi fyrir
nefndina.
Það var vitað fyrirfram að við það verkefni réði
hún ekkert og hefði enga burði til að fást við
en vel af sér vikið af Ólafi að geta komið
þessari ár sinni fyrir borð.
Þessi atburður sýnir betur en annað hversu gerspillt
íslenskt samfélag er, hversu brjóstumkennanlegt það er
volað og vesalt og það á með réttu skilið allt það illa
sem að því snýr; tífalt það og betur.
Hvergi á byggðu bóli gæti eitthvað þessu líkt gerst
nema á Íslandi
Húsari. (IP-tala skráð) 18.5.2017 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.