Fimm bensínstöðvar á sama blettinum?

Það blasir við að bensínstöðvar eru víða of margar á sumum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. 

Ég er enn að klóra mér yfir hausnum yfir því að hafa ekið framhjá þremur bensínstöðvum efst í Smiðjuhverfinu í Kópavogi og detta síðan framhjá tveimur bensínstöðvum í viðbot fyrir neðan brekkuna, Reykjavíkurmegin. Fimm stöðvar á nokkur hundruð metra svæði. 

Þess má minnast að farmiðaverð með flugi innanlands féll um helming 1996 þegar einokun Flugfélags Íslands var hætt, en síðan nýtti Flugfélagið sér það að vera hluti af hinu stóra einokunarflugfélagi á flugi til og frá landinu, Icelandair, og drap samkeppnina af sér með því að þola tap nógu lengi. 

Eftir hækkaði verði i sama far og áður, þegar einokunarstaðan var tryggð. 

Spurningin er hvað gerist nú. Að minnsta kosti hefur verðlækkun Costco hrist rækilega upp í eldsneytismarkaðnum. 5


mbl.is Selur lítrann af bensíni á 169,9 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sennilega þá voru allar þessar fimm bensínsölur með sama verð næstum upp á aur.

Hér í landi samkeppninnar eru stundum fjórar bensínsölur á sama götuhorni, en ekki alltaf með sama verð.

Vonandi þá kemur Costco til með að stoppa okrið á Íslandi um aldur og æfi. Ég hef verið félagi í Costco klúbbnum síðan 1989 og kaupi næstum allt í gegnum Costco jafn vel bíla. Þegar ég geyspa golunni, þá verður kassinn sem ég verð settur í keyptur ígegnum Costco, enda bjóða þeir upp á gott úrval og gæði með þokkalegum verðmiðum, fer eftir hvað þú villt hafa það flott í holunni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2017 kl. 19:00

2 identicon

Let's go electric og heimta raforkuverð á sama verði og álverin.Það er til háborinnar skammar að eigendur orkufyrirtækis borgi meira en aðrir viðskiptavinir  

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.5.2017 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband