Hraðför afturábak í hrinum.

Fyrir um þremur árum bað góður og gegn maður mig um að skoða hjá sér gögn, sem ég yrði að kynna mér til þess að geta varast lygina um hlýnun lofthjúpsins og að hún væri af mannavöldum. 

Hann sýndi mér það sem hann kallaði óhrekjanleg gögn, byggðar á mælingum, frankvæmdum af virtum vísindamönnum, sem sýndu hrikalega hraðan vöxt íshellu Íshafsins með svo hraðri kólnun, að ísöld gæti verið að skella á.

Þessi gögn sýndu á óyggjandi hátt, að sterk öfl, sem græddu á þvi að halda fram upplognum tölum um hlýnun, svo sem Al Gore og fleiri, væru að valda stórfelldu tjóni á kjörum mannkynsins með svívirðilegum áróðri, byggðum á lygum og rangfærslum.

Á næstu mánuðum eftir þetta mátti sjá skrif skoðanabræðra þessa manns, sem sögðu, að loftslag á jörðinni færi ekki hlýnandi, heldur þvert á móti hratt kólnandi.

Þótt Grænlandsjökull og íslensku jöklarnir héldu áfram að bráðna og minnka hratt, beit það lítt á þessar raddir, sem þó sljákkaði aðeins í um sinn þegar kólnunin virtist hafa öfug áhrif á jöklana.

En síðan kom Donald Trump til sögunnar og gerðist kyndilberi þeirra, sem ítrekað segja að 40 þúsund fífl hari verið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París.

Þessi fífl hafi látið lygafréttir / falskar fréttir véla sig og Trump hefur þegar boðað harðar aðgerðir, að þeir vísindamenn verði reknir, sem haldi hlýnun fram og aðrir "raunverulegir og sannir" vísindamenn ráðnir í staðinn, sem komi með kólnunartölur og afsanni að mesti koltvísýringur í andrúmsloftinu í 800 þúsund ár hafi minnstu áhrif á lofthjúpinn.

Með niðurrifi EPA, Umvherfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og afnámi reglna um umhverfisspjöll og eiturefni af völdum iðjuvera og samtímis með stóraukinni kolavinnslu framleiðslu jarðefnaeldsneytis verði framkvæmd stefnan "to make America great again", sem þýðir afturhvarf til ástandsins fyrir 1970, áður en EPA kom til sögunnar.

Og nú birtir Jón Magnússon "sannanir" fyrir stórauknum vexti hafíssins í Íshafinu, þannig að "hratt kólnandi" veðurfar, sem hófst fyrir nokkrum árum, mun nú væntanlega taka að kólna enn hraðar.

Miðað við fréttir í dag veitir ekki af hressilegri hafísmyndun og kólnun til þess að stöðva það að bráðnun sífrerans á Spitzbergen af völdum sjö stigum hærri hita þar en þekkst hefur áður, eyðileggi hina frægu frægeymslu, sem engan óraði fyrir að gæti skemmst.  

Úr því að "hraða kólnunin" 2013 dugði ekki til að stöðva hratt minnkandi íslenska jökla og Grænlandsjökul verður kólnunin núna og hin mikla ísmyndun í Íshafinu greinilega að bætast við svo að myndin gangi upp.

Nema að fréttin af bráðnuninni og hitanum á Spitzbergen séu lygafréttir, og það séu lygafréttir og falsaðar myndir, sem birtar eru af minnkandi Grænlandsjökli og íslenskum jöklum.

 

Og að ég sé haldinn alvarlegri sjálfslygi þegar ég horfi sumar eftir sumar á lækkandi og minnkandi Brúarjökul frá aðsetri mínu norðan hans og horfi á skriðjökla á borð við Sólheimajökul vera að hopa og minnka hratt.  


mbl.is Kallar Trump steinaldarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenski Pegida-skríllinn er aftaníossar Trumps í öllum málum.

Þorsteinn Briem, 22.5.2017 kl. 01:17

2 Smámynd: Geir Magnússon

í svona málum er gott að hafa í huga latneska orðtakið "CUI BONO?"

Það þýðir "Hver græðir á þessu?" Í deilunni um hlýnun jarðar eigast við heiðarlegir vísindamenn annars vegar og talsmenn olíu-og bílaiðnaðar hinsvegar.

Hinir síðarnefndu hafa miklu meira fé til áróðurs og geta því haldið lyginni að almenningi og fengið hann til að trúa betur áróðri en eigin augum.

Geir Magnússon, 22.5.2017 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband