25.5.2017 | 03:06
Fullt af Frankensteinum.
Muammar Gaddafi og Saddam Hussein einræðisherrar Líbíu og Íraks voru að sönnu harðstjórar og kúgarar, sem út af fyrir sig var engin eftirsjá af.
Báðir voru Bandaríkjamönnum óþægir ljáir í þúfu og þess vegna á óskalista þeirra, sem Kanar vildu koma frá völdum og fyrir kattarnef.
Hið síðarnefnda taldist vera næsta auðvelt vegna illvirkja þeirra.
Einnig var ljóst að Assad Sýrlandsforseti varð að beita harðræði til þess að þjóðflokkur hans, sem er aðeins um tíundi hluti þjóðarinnar, gæti verið við völd, auk þess sem Assad var taglhnýtingur Rússa og því sjálfkrafa óvinur Bandaríkjanna.
En í "Arabiska vorinu" sem hófst í Túnis 2011 vissu leiðtogar Vesturveldanna ekki hvað þeir voru að vekja upp með því að styðja andófsöflin, sem vildu koma einræðisherrunum frá völdum.
Þar voru innan um mjög ólíkir hópar, og stórir hópar harðlínumanna í trúarefnum nýttu tækifærið til að setja allt á annan endann.
Aðeins í upphafslandinu, Túnis, er hægt að segja að Arabíska vorið hafi ekki endað með ósköpum. í hinumm löndunum voru vaktir upp nokkurs konar Frankensteinar sem hrella heimsbyggðina síðan og hafa valdið ómældum hörmungum í ríkjum "Arabíska vorsins" sem varð að heljarvetri með slíkum ósköpum, að bylgjurnar skella yfir þjóðir langt út fyrir Miðausturlönd.
Barðist gegn hersveitum Gaddafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki gleyma thvi ad Bandarikjamenn skopu Saddam Hussein, thegar thad hentadi theim. Talibanar eru einnig amerisk framleidsla og svo maetti afram telja. Einhverra hluta vegna er thetta sarasjaldan raett eda reifad i "vestraenum fjolmidlum".
Godar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 25.5.2017 kl. 08:54
Hef áður minnt á það hér á blogginu að Kanarnir studdu Talibana (Þá Muhaheddin) með ráðum og dáð gegn leppstjórn Sovétmanna í Afganistan 1979 og eyðilögðu Ólympíuleikana í Moskvu 1980 fyrir Rússum, sem síðan hröktust burt úr Afganistan 1985.
Árangurinn: Hinn bandaríski Frankenstein réðist á Tvíburaturnana 11. september 2001 og Kanarnir réðust sjálfir inn í Afgangistan líkt og Rússar hörfðu gerð 1979.
Og Bandaríkjamenn studdu Saddam Hussein dyggilega í stríði hans við Írani líkr of þeir styðja Sádana núna í hernaðaruppbyggingunni eystra.
Klerkaveldið í Íran er að vísu ekkert aðdáunarefni, en þó er þar lýðræðislega kjörinn forseti á sama tíma og í Sádi-Arabíu ríkir með stuðningi Bandaríkjamanna einræðisstjórn spilltra valdamanna með tilheyrandi mannréttindabrotum.
Ómar Ragnarsson, 25.5.2017 kl. 09:43
það er reindar svolítið skrítið lyræðið í íran en jú þar fá menn þó að kjósa. það má seigja blankeit vesturveldana hafi valdið arabíska vorinu. þar sem þau hættu að styrkja þessar stjórnir. eflaust gleimdist pólutíkin í irak.það er ekki nóg að vinna stríð. það síndi sig í fyrri heimstirjöldinni. eftirmálar þeirar seitni voru skári. e sebilega takur það hálfan mansaldur að gleima hvernig á að vinna strð
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.5.2017 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.