25.5.2017 | 10:18
Bændaflokkurinn og Ófeigur á sinni tíð.
Í hundrað ára sögu flokks eins og Framsóknarflokkins gerist ýmislegt aftur og aftur, svo sem ósætti á milli forystufólks.
1933 sagði Tryggvi Þórhallsson, sem verið hafði forsætisráðherra á vegum flokksins, sig úr flokknum og stofnaði Bændaflokkinn.
Í Wikipediu stendur réttilega að eitt stærsta ágreiningsmál þessara ára hafi verið kjördæmamálið og að "þingmönnum Reykjavíkur var fjölgað á kostnað landsbyggðarinnar".
Af því mætti ráða að landsbyggðarþingmönnum hafi verið fækkað, en það er ekki rétt, því að þeim var ekki fækkað, heldur fjölgað, - Siglufjörður fékk þingmann.
Og fáranlegt öfugmæli væri að gefa í skyn að fjölgun þingmanna í Reykjavík hefði falið í sér eitthvert óréttlæti á kostnað landsbyggðarinnar, því að Framsókn fékk meirihluta þingmanna í kosningunum 1931 út á aðeins 35% fylgisins og það eingöngu vegna hins litla vægis atkvæða í þéttbýli.
Nóg um það, Bændaflokkurinn fékk þrjá þingmenn en Hermann Jónason felldi Tryggva í Strandasýslu í kosninunum 1934 og Tryggvi dró sig út úr stjórnmálum, enda heilsuveill.
Þá varð Jónas Jónsson frá Hriflu formaður, og ekki vantaði hann það að hafa mikinn og oft sérkennilegan áhuga á mörgum málum, svo sem menntamálum og utanríkismálum.
Helsta pólitíska vopn Jónasar var að vera ritstjóri Tímans, því að hann var sérstaklega ritfær maður og öflugur og skæður á þeim vettvangi.
En líka oft ófyrirleitinn og stóryrtur að við myndun ríkisstjórnar með Alþýðuflokknum 1934 settu Kratar það skilyrði að Jónas yrði ekki ráðherra.
En það hefðu þeir ekki getað gert ef ekki hefði verið ósamkomulag um Jónas innan hans eigin flokks. Rétt eins og var í fyrra um Sigmund Davíð.
Og Jónas settist aldrei í ráðherrastól eftir það, þótt hann væri formaður og áhrifamaður allt til ársins 1944.
Þá var hann felldur úr formannsstóli en hélt þingsæti sínu í Suður-Þingeyjarsýslu til 1949.
Hann gaf út blaðið Ófeig sem margir lásu, en lenti upp á kant við flesta aðra 1945 þegar Bandaríkjamenn vildu fá herstöðvar í á Keflavíkurflugvelli, Skerjafirði og Hvalfirði til 99 ára.
Sú tala ára var talin jafngilda því að herstöðvarnar yrðu til allrar framtíðar.
Jónas hafði þá sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálamanna lengst af valdatíma sínum að fara í ferðalög árlega austur og vestur um haf og fylgjast grannt með alþjóðastjórnmálum.
Hann áttaði sig á því fyrstur íslenskra valdamanna að þjóðirnar, sem hann kallaði "Engilsaxa", Bandaríkjamenn og Bretar, myndu hafa slíka hernaðarlega yfirburði á Norður-Atlantshafi um ókomna framtíð, að Íslendingar yrðu að laga stöðu sína að því og nýta sér þetta með því að semja um herstöðvarnar gegn því að fá fríverslunarsamninga við Bandaríkin.
Að gera þetta beint ofan í stofnun lýðveldis 1944 var þó of stór biti fyrir alla stjórnmálaflokkana á þingi.
Föðurafi minn, Edvard Bjarnason, var á lista Framsóknarmanna í bæjarstjórnarkosningunum 1934, en móðurafi minn, Þorfinnur Guðbrandsson, fylgdi Sósíalistaflokknum að málum.
Ég man eftir því þegar Íslendingar gengu í NATO 1949, að þegar afi Ebbi deildi við afa Finn um tillögu Bandaríkjamannna, taldi hann Hriflu-Jónas hafa sýnt framsýni með því að vilja semja við Bandaríkjamenn, því að í slíkum samningum hefðu Íslendingar getað fengið fram þá málamiðlun að hersetan yrði aðeins til 50 ára og að Skerjafjörður, sem væri að verða úreltur hernaðarlega, félli út.
Og 1951 var kom síðan varnarliðið og sat í Keflavík og Hvalfirði, einmitt í hálfa öld, og var grátbeðið um að vera lengur, þegar það fór.
Sigmundur Davíð hefur haft ýmis áhugamál sín á oddinum líkt og Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson á sinni tíð og verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr Framfarafélaginu, hliðstæðu Bændaflokksins og Ófeigs sem pólistískt baráttutæki.
Fyrrverandi formenn stjórna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„Ef ég ætti að þakka einhverjum ráðamönnum þjóðfélagsins öðrum fremur það að ég átti kost á skólagöngu – langskólagöngu, þá dettur mér helst í hug að nefna þá Jónas Jónsson frá Hriflu og kommúnistann Brynjólf Bjarnason. Jónasi fyrir það að hann lagði rækt við að í landinu störfuðu héraðsskólar og Brynjólfi fyrir það að hann sem menntamálaráðherra í svonefndri nýsköpunarstjórn fékk sett ný fræðlulög 1946. Þá var tekið upp landspróf miðskóla. Þeir sem það stóðust áttu inntökurétt í menntaskóla. Það opnaði leið til framhaldsnáms fyrir fjölda ungmenna um landið vítt og breitt. Fram að því höfðu menntaskólarnir sjálfir ákveðið hverjum þeim þóknaðist að veita inngöngu. Ég átti kost á að ljúka landsprófi við héraðsskóla og komst þannig í menntaskóla.“ Þetta ritaði bekkjabróðir minn og vinur Finnur Torfi Hjörleifsson. Að líkja Sigmundi Davíð við löngu liðna foringja Framsóknarflokksins er fyrir neðan allar hellur. Jónas frá Hriflu var til að mynda sterk greindur maður með mikla menntun og frábær penni. Sigmundur Davíð hinsvegar vitgrannur psychopath, nær ómenntaður þrátt fyrir alla skólana sem til boða standa í dag bæði hér og erlendis. Og nógir peningar í sjóðum föðurs hans til að greiða fyrir aukakennslu þegar þörf var á. Varð svo frægur að endemum fyrir að fela ílla fengið fé á aflandseyjum og ljúga í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.5.2017 kl. 11:33
þú ert brjóstumkennannlegur maður Haukur og liður þer vel með að segja aðra eins vitleysu ? ...EINHVERJIR MYNDU KALLA ÞETTA HATURS EITTHVAÐ ..en eg tel þetta bara vejulega Islenska forheimsku ,,,hun lengi lifi !
rhansen, 25.5.2017 kl. 13:07
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.
Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 20.12.2014
Þorsteinn Briem, 25.5.2017 kl. 14:55
Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson var búinn að vera forsætisráðherra hátt í fjóra mánuði:
25.7.2016:
"Framsóknarflokkurinn mælist með 8,3%."
Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar 7. apríl 2016
Framsóknarflokkurinn fékk 11,5% atkvæða í alþingiskosningunum í haust og fylgi flokksins hefur ekki verið minna í alþingiskosningum í hundrað ára sögu hans.
Hvaða flokkar mynduðu svo ríkisstjórn eftir kosningarnar í haust og hverjir höfðu engan áhuga á að mynda ríkistjórn með Framsóknarflokknum?!
Sigurður Ingi Jóhannsson hefur því ekkert gert fyrir Framsóknarflokkinn.
Og heldur uppi sama ruglinu um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem skilar heldur ekki nokkrum árangri fyrir flokkinn.
8.10.2015:
"Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengju 4,4% atkvæða samkvæmt könnuninni sem unnin er af Gallup fyrir Viðskiptablaðið."
Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum, árið 2014.
Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.
Þorsteinn Briem, 25.5.2017 kl. 15:01
9.4.2014:
"Nú hafa stærstu efndir sögunnar á kosningaloforði litið dagsins ljós.
Forsætisráðherra greip til þess að nota pizzur til að útskýra fyrir fólki hvernig það ætti að nálgast efndirnar.
Hann hefði alveg getað haldið áfram með pizzurnar til að gera fólki grein fyrir upphæðum efndanna.
Samkvæmt tölum (fjölda heimila sem eiga rétt á leiðréttingu deilt í 72 milljarða) lækkar húsnæðisskuld meðalheimilis um 1 milljón.
Afborgun af hverri milljón í verðtryggðu húsnæðisláni til langs tíma er u.þ.b. 5 þúsund á mánuði sem dugir fyrir 2 vænum pizzum.
En, æ, skuldin lækkar bara um þriðjung úr milljón fyrsta árið sem gerir bara eina litla pizzu á mánuði.
Reiknað er með að fólk geti sótt þessa pizzu nú í desember sem er ekki nema einu og hálfu ári seinna en lofað var.
Og strax ári seinna dugir lækkunin fyrir 2 litlum pizzum.
Það eru vandfundnar stærri efndir á kosningaloforði."
Tvær pizzur á mánuði
Þorsteinn Briem, 25.5.2017 kl. 15:03
"Framsóknarmenn hafi framkvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokksins fyrir síðustu kosningar ..."
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Steini Briem, 5.8.2016
Þorsteinn Briem, 25.5.2017 kl. 15:05
Mjög ólíklegt að Framsókn fengi þrjá þingmenn í Norðausturkjördæmi. Fólk er farið að átta sig á því, í það minnsta Húsvíkingar, að Sigmundur Davíð er charlatan. Mætir ekki einu sinni í vinnuna, nennir því ekki.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.5.2017 kl. 15:08
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Steini Briem, 2.10.2016
Þorsteinn Briem, 25.5.2017 kl. 15:10
1.9.2015:
Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.
Þorsteinn Briem, 25.5.2017 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.