Athyglisvert er að lesa hvernig farið var að því að dæma ungan blökkumann í Bandaríkjunum í fangelsi fyrir morð sem hann framdi ekki.
Nú er niðurstaðan sú að hann sat saklaus í fangelsi í 24 ár.
Með því að lykilgögn "týndust" vantaði hann sönnun þess að hann gat ekki hafa framið meintan stórglæp.
Í öðrum svipuðum málum hefur síðbúin DNA rannsókn leitt sakleysi dæmdra í ljós.
En lykilgögn getur vantað á ýmsan hátt. Miðað við vitneskju, sem nokkur vitni, sem enn eru á lífi, búa yfir varðandi Guðmundar- og Geirfinnsmálin, var atriðum, sem gátu verið sakborningum í hag, einfaldlega vikið til hliðar með því að rannsaka þessi atriði ekki, - eða - sem var jafnvel ennþá verra, - að yfirheyra ekki lykilvitni.
Ef það uppgötvast ekki fyrr en slík vitni eru látin, að þau voru ekki yfirheyrð, verður það of seint. Vitnin eru nú orðin það öldruð, að það má ekki dragast lengur að fara rækilega ofan í saumana á því, hverjir voru ekki yfirheyrðir, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að yfirheyra.
Sat saklaus í fangelsi í 24 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.