Flug er hátækni.

Í árdaga flugsins og reyndar miklu lengur, jefnvel enn í dag, hefur loðað við þá, sem leggja stund á hine ýmau greinar flugsins, það álit og ímynd, sem aðrir hafa búið til, að flugið sé eins konar lágmenning þar sem táknmyndirnar eru skítugir flugvirkjar, dellubólngir flugmenn og glanspíuljóskur í flugfreyjubúningum.

En það er liðin tíð að aðeins sjúkarhús eigi skilið hátæknistimpil. Varla er hægt að hugsa sér starfsemi, sem byggist á viðlíka hátækni og flugið.

Og um gagnsemi háþróaðrar tækni í fluginu bera tvær milljónir erlendra ferðamanna á Íslandi árlega glöggt vitni.  


mbl.is Metfjöldi flugmanna útskrifaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki til þess að nokkur maður hafi haldið því fram að engin hátækni sé í flugvélum og alls kyns hátækni hefur lengi verið notuð í Landspítala-Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 28.5.2017 kl. 04:11

2 Smámynd: Már Elíson

Nöldrari.

Már Elíson, 28.5.2017 kl. 13:29

3 identicon

Er stórijan  ekki að skaffa flest hátæknistörf,Vélaverkf,rafmagnsverfr,Rafeindaverkr,Fyrir utan skítu störfin sem þú kallar svo,þú hefur verið duglegur við að rægja þaug störf.

Sælir (IP-tala skráð) 28.5.2017 kl. 19:57

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt að hluti starfa í álverum eru hátæknistörf fyrir háskólamenntað eða langskólagengið fólk. En mikill meiri hluti starfanna eru ekki af þeim toga. 

Ég hef aldrei kallað nein störf "skítastörf." Ég ólst upp við það að bera virðingu fyrir allri vinnu undir kjörorðinu "vinnan göfgar manninn" og vann almenn verkamannastörf til sjávar og sveita frá tíu ára aldri fram til 22ja ára aldurs, og um nokkurra ára skeið öll kvöld og allar helgar. 

Ómar Ragnarsson, 29.5.2017 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband