"Þá fæ ég mér snabba ef karlarnir kvabba..."

Þegar tölur og rannsóknir sýna hið mikla böl óhæfilegrar áfengisneyslu á okkar tímum vekur það oft upp viðhorfið "heimur versnandi fer."  

En þannig er það alveg örugglega ekki. Munurinn er aðeins sá að áður fyrr var meðvirknin margfalt meiri en nú. "Meðferð" var ekki til og því björguðust ekki tugþúsundir fólks frá Bakkusi, sem nú bjargast. 

Eða er hægt að hugsa sér meiri meðvirkni en í orðafarinu og söngtextunum.  Það þarf ekki annað en að hlusta á textana, sem sungnir voru, til dæmis "Skipstjóravalsinn": 

 

"Oft er vandi að verjast grandi  / 

ef viðsjál reynist dröfn. / 

Þá fæ ég mér snabba ef karlarnir kvabba /  

og keyri sem hraðast í höfn."  

 

Sem sagt: Eðlileg viðbrögð að detta í það þegar sjólagið versnar.

Og ekki batnar það þegar komið er í höfn: 

Og athugið orðalagið sem maður notar enn um þetta fyrirbæri:  "Að detta í það." Alveg óvart.

Og ekki minnkar það þegar komið er í höfn: 

 

Þar fæst dans og glens og gaman,  / 

gleðin hýr úr augum skín. / 

Við duflum og dönsum þar saman  /

við dýrindis meyjar og vín. 

 

Svo held ég aftur á hafið /  (vel slompaður eða timbraður) 

í hættunni búinn til alls.  /

Við rattið þá í rokinu stend ég  / 

og raula minn Skipstjóravals...." 

 

Sem sagt, raular valsinn um það þegar óveður skellur á og hann fær sér snabba ef karlarnir kvabba og keyrir sse hraðast í höfn. 

Og hver man ekki eftir textanum um Gústa í Hruna:  

 

"Það var karl, sem að kunni að  / 

kyssa, drekka og slást..."

 

"...Enda sagði´hann það oft: Það er ánægjan mín, /

ástir, slagmál og vín!" 


mbl.is Ölvaður skipstjóri sigldi í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband