28.5.2017 | 20:57
Öfugmælin úr sögunni?
Upp úr aldamótunu síðustu þótti margt hafa breyst hressilega í heiminum. Því var meðal annars lýst svona:
Það er eitthvað verulega bogið við það að þessi fimm atriði skuli vera staðreyndir:
Besti golfleikari heims sé svartur, besti rapparinn hvítur, bestu boxararnir Úkraínumenn, að Frakkar saki Bandaríkjamenn um hroka og að Þjóðverjar vilji ekki fara í stríð.
En nú virðist þetta vera að snúast við: Besti golfarinn hvítur, besti boxarinn svertingi og Þjóðverjar verða að undirbúa sig fyrir uppbyggingu hers til að geta farið í stríð.
Það eina, sem hugsanlega eftir af atriðunum fimm er að Frakkar saki Bandaríkjamenn um hroka.
Ekki hægt að stóla á Bandaríkin og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.