"Við lifum öll á sömu plánetu..."

John F. Kennedy kom eins og hressilegur gustur inn í Hvíta húsið, yngsti Bandaríkjaforseti sem elstu menn mundu eftir, glæsilegur og flottur. 

Oft er vitnað í innsetningaræðu hans, en ef ég mætti velja bestu ummæli hans, féllu þau skömmu áður en hann var veginn að gefnu tilefni af því, að rúmu hálfu árið áður rambaði mannkynið á barmi kjarnorkustyrjaldar:  

"Við lifum öll á sömu plánetu, - öndum að okkur sama loftinu, - eignumst afkomendur, sem okkur er annt um, - og erum öll dauðleg." 

Kennedy var aðeins við völd í minna en þrjú ár og þrátt fyrir viðleitni til að minnka hart misrétti kynþátta og mannréttindabrot í syðri hluta Bandaríkjanna, kom það í hlut arftaka hans, Lyndon B. Johnson, að lögfesta merkilegustu mannréttindabætur í Bandaríkjunum í heila öld.

Það var ekkert minna en stjórnmálalegt afrek en til þess beitti Johnson því yfirþyrmandi flóði af háfleygu tali, skjalli, hóli, hótunum, refskap, þvingunum og undirmálum sem hann réði yfir eftir einstæðan stjórnmálaferil og árangur á bandaríska þinginu. 

En Johnson var einfaldlega svo margslungin persóna og þar að auki einstaklega óheppinn með stefnu sína í Víetnam, að ekki leikur um hann viðlíka ljómi og leikur um John F. Kennedy. 


mbl.is Jákvæð ummæli Bandaríkjaforseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband