Kalifornía ein getur ráðið miklu.

Það hefur komið varm að Kaliforníuríki eitt og sér sé með eitt af sex stærstu hagkerfum heims. Það þýðir að þetta eina ríki Bandaríkjanna hefur mikla möguleika til þess að hafa áhrif í því hvernig Bandaríkin koma út úr því að taka á með öðrum ríkjum við að fást við umhverfismál 21. aldarinnar. 

Kalifornía hefur styrkst síðan fyrir hálfri öld þegar það ríki tók forystu í að setja á sér löggjöf varðandi umhverfismál og öryggismál í farartækjum. 

1968 var svo komið að í Los Angeles var loftið orðið heilsuspillandi vegna útblásturs bifreiða í þeeeari einhverri mestu einkabílaborg heims. 

Langtímum saman grúfði svonefnt "smog", sambland af þoku og útblástursreyk yfir borginni. 

Á þessum árum ríkti hestafla- og stærðarkapphlaup í bandarískri bílaframleiðslu, enda bensínið frá Miðausturlöndum selt á gjafverði. 

Bensínið var gert orkumeira með íblöndun blýs og fleiri efna sem fóru síðan út í loftið og eitraði það. Mann sveið í augun vegna mengunarinnar jafnvel á heiðskírum dögum, þegar lognið gerði það að verkum að varla sást til sólar fyrir útblástursreyk. 

Grínistinn Tom Lehrer söng um skólpið sem rynni út í flóann við San Fransico og menn drykkju daginn eftir í San Jose. 

Þá tóku Kaliforníubúar að sér forystu í umhverfis- og öryggismálum, og vegna mannfjölda og stærðar ríkisins neyddust framleiðendur iðnaðarvara að framleiða sérstakar útgáfur af bílum og ýmsum öðrum iðnvarningi, sem leyft væri að selja í Kaliforníu.

Þetta þótti iðnjöfrunum slæmt, en vegna stærðar Kaliforníumarkaðarins urðu þeir að endurhanna þessa vörur með því að fjarlægja mengandi og heilsuspillandi efni eða setja mengunarvarnir í farartæki.

EPA, Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, fékk smám saman æ meiri völd, en það er einmitt sú stofnun sem Donald Trump er nú að skera svo harkalega niður, að hægt verði að gera Bandaríkin frábær á ný, þ. e. að þurfa ekki að sinna umhverfismálum.

Auk þess hefur Trump þegar afnumið um tug tilskipana, sem áttu að koma böndum á frárennsli og úrgang frá iðnaðar- og námufyrirtækjum. 

 

Ef ríkin á austurströndinni leggjast núna á árar með Kaliforníu er hugsanlegt að minnsta kosti meirihluti hagkerfis Bandaríkjanna muni hamla gegn þeim vilja Trumps til færa klukkuna til baka í umhverfismálum í svipuðum dúr og árásin á EPA og afnám mengunarreglna ber vitni um.   

 


mbl.is Framfylgja samkomulaginu í trássi við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Halldór Björnsson sérfræðingur í loftslagsbreytingum á Veðurstofu Íslands segir að Bandaríkin fari nærri því að uppfylla markmið sín í loftslagsmálum, þrátt fyrir að Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið þau út úr Parísarsamningnum."

Bandaríkin uppfylla nærri því Parísarsáttmálann

Þorsteinn Briem, 4.6.2017 kl. 02:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trump lét leika lagið "My way" við innsetningu sína, og kannski er þetta útspil hans undir áhrifum frá því. Hins vegar var hann óheppinn með byrjun lagsins: "And now the end is near...I face the final curtain.." 

Svipað og íslensku brúðhjónin sem vildi láta leika lagið "Please release me, let me go" við athöfnina. 

Ómar Ragnarsson, 4.6.2017 kl. 03:48

3 identicon

Það fer nú að styttast í að Trump fái pokann sinn. Tengdasonur hans og helzti ráðgjafi er á hálum ís og mun líklega segja af sér innan skamms.

Þegar Comey fer svo fyrir þingnefnd verður mikið fjaðrafok.

Allt er þetta vatn á myllu Demókrata og eykur líkur þeirra á  stórsigrum í næstu kosningahrotu. Kjördæmareglur verða líklega endurskoðaðar af Hæstarétti.Núna eru þær svo spilltar að ótúlegt er. Í Ohio ríki eru flokkarnir nær jafnstórir en samt hafa repúblikanar 12 af 16 í fulltrúadeild. Sama má segja um heimaríki mitt, Pennsylvaníu. Þer eru flokkar mjög svipaðir að stærð en þingmenn Repúblikana eru  fjórum sinnum fleiri.

Gott dæmi um þessa vitleysu er sagan af einum leiðtoga repúblikana í nágrenni mínu. Hann lenti í deilu við forráðamenn flokksins. Kjördæmalínan fór eftir mðri götu þar sem hann bjó.Henni var breytt örlítð, sett á hana smálykkja, þannig að hún beygði inn heimkeyrslu hans, fór bak við húsið aog aftur út á götu hinum megin við húdið.

Geir Magnusson (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband