4.6.2017 | 17:32
"Ein lög í landinu."
Úrskurður Þorgeirs ljósvetningagoða við kristnitökuna fól í sér meginreglu: "Ein lög í landinu og einn sið."
Hvað "siðinn" varðar byggjast lög landsins núna á þeim siðrænu gildum, sem hafa skapað þau og eiga að stærstum hluta uppruna í kærleiksboðskap Krists.
Þó voru undantekningar hjá Þorgeiri: Menn máttu blóta á laun, bera út börn og borða hrossakjöt. Þetta þýddi að helgiathafnir ásatrúarinnar voru leyfilegar út af fyrir sig.
Með öðrum orðum: Það ríkti trúfrelsi í landinu að þessu leyti og svipað gildir varðandi trúfrelsisákvæðið í stjórnarskránni.
Auðvitað hefur ýmislegt breyst í meira en þúsund ár, en úrskurður Þorgeirs stenst þó furðu vel tímans tönn.
Samkvæmt stjórnarskránni ríkir trúfelsi, en þó háð þeim takmörkunum sem lög og reglur þjóðfélags okkar setja.
Höfum verið of umburðarlynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kom víst lítið fram um hvað ef menn neituðu að blóta á laun.
Þrátt fyrir að hér ríki félagafrelsi og ekki megi refsa fyrir glæpi sem menn kunni að fremja, þá var norskum meðlimum mótorhjólasamtaka meinað að vera í landinu á grundvelli ljótrar sögu þeirra og þar með að miklar líkur voru taldar á að þeir fremdu hér ódæði.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 17:55
Það sem hefur að sjálfsögðu breytst er að lög trúarbragðanna eru ekki sama oglandslög í dag. Í dag erum við með ein landslög en mörg trúarbrögð. Og svo að sjálfsögðu fólk sem aðhyllist engin trúarbrögð.
Jósef Smári Ásmundsson, 4.6.2017 kl. 18:03
Fyrir neðan er góð grein um það sem er að gerast í Bretlandi:
„Warum wird Großbritannien immer wieder Ziel von Anschlägen?“ Hvervegna er Bretland aftur og aftur skotmark hryðjuverka?
Taldar eru upp 6 ástæður og þeirra á meðal finnst ekki það sem May fullyrðir: „Of mikið umburðarlyndi.“
Fyrir neðan er samantekt á þýsku, en rauði þráðurinn er þessi: Aðlögun (integration) ungra múslíma hefur ekki tekist sem skyldi og þeim hefur ekki hlotnast ekta möguleikar (vinnumarkaður, nám, húsnæði etc).
Zusammenfassend kann man sagen: Großbritannien kämpft mit ähnlichen Schwierigkeiten wie andere europäische Länder, allen voran Frankreich. Politik und Gesellschaft haben versäumt, junge Muslime besser zu integrieren und ihnen echte Chancen zu bieten.
http://www.bento.de/today/anschlag-in-manchester-warum-attackieren-terroristen-grossbritannien-1382018/
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 18:46
Ef það er ekki umburðarlyndi að leifa sharia dómstólum að þrífast í Bretlandi, þá veit ég ekki hvað kallast umburðarlyndi.
Það þrífst engar þjóðir nema að hafa ein lög og það er að sína sig betur og betur að einn siður er æskilegur.
Kamski var Geir Ljósvetningagoði ekki svo galinn.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 4.6.2017 kl. 22:08
Það er bráðnausynlegt að viðhorf hófsamra múslima til þessara atburða komi sem best fram og að þeir geri grein fyrir hvaða ráðstafanir þeir sjálfir gera til þess að koma í veg fyrir þá.
Í þessu samhengi vil ég benda á viðtal við ísraelska Arabann og sálfræðinginn Ahmad Mansour á sjónvarpsstöðinni 3 sat: Ahmad Mansour – Psychologe (01.02.2016 Vis A Vis)
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 22:35
"Hófsamir múslimar" ... þessi þversögn, á ekki heima á prenti. Þetta er sama "bullið" og Rússar eru að benda á í sambandi við "hófsama hryðjuverkamenn", sem kaninn hefur stutt.
Það væri gamann að vita hvað þetta "góða fólk", sem kallar þetta "hófsemd", gangi almennt með í hausnum á sér.
Að þessu "loknu" ... vil ég benda á, að ég get vel skilið "herskáa" menn frá mið-austurlöndum, sem eru fullir af hatri og heift gegn því fólki sem hefur stutt "morð" á miljónum manna í mið-austurlöndum. Að þeir hati fólk, sem "lét sér fátt um fynnast", þegar trúarleiðtogi þeirra var myrtur eins og hundur, saurgaður og líkinu kastað í sjóinn eins og rusli. Ég get vel skilið "heift" þeirra gagnvart sínu eigin fólki, sem sat hjá og gerði ekkert ... þegar lönd þeirra voru saurguð af erlendum herjum, og eru enn ...
Mér er spurn, hvort þetta "góða fólk", sé ekki í raun "illmenni" í "dulbúningi".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.6.2017 kl. 00:18
Að segja að 1500 milljónir múslima séu allt hættulegt öfgafólk stenst ekki skoðun, - þótt ekki sé nema vegna þessa mikla fjölda.
Ómar Ragnarsson, 5.6.2017 kl. 01:58
Hvað væri það margir ef það eru aðeins 5% af þessum 1500 milljóna múslima sem eru hættulegt öfgvafólk (ég held því fram að prosentutalan sé hærri). Er það ekki eitthvað um 300 miljonir. Er það ekki nóg til að hafa ahyggjur af.
Til að meta þennan fjölda hættulegra öfgva múslima. þá er mannfjöldi í USA 325 milljónir manns.
Já Ómar minn, þetta er stórt og mikið og stórt vandamál.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 5.6.2017 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.