Lokaður hjálmur er enn betri vörn en opinn.

Í næstu færslu á undan þessari ver einmitt nefnt, að lokaður höfuðhjálmur og vélhjólaklossar væru efst á blaði varðandi öryggisbúnað vélhjólamanna. 

Í fyrra var lýst gildi venjulegs reiðhjólahjálms sem varði höfuð hjólreiðamanns í hörðum árekstri við bíl. 

Furðulegt er að fullorðið fólki þurfi ekki að vera með hjálm þegar það hjólar á reiðhjólum. 

Það skiptier nefnilega ekki máli, ef stórum bíl er ekið af miklu afli á vegfaranda, hvort vegfarandinn er á reiðhjóli eða vélhjóli.

Minn lærdómur af rafreiðhjólsslysi í fyrra var að viðhafa sama öryggisbúnað á rafreiðhjólinu og á léttu vespuvélhjóli. 

Í tengdri frétt á mbl.is er sagt að "framdekkið" hafi losnað af hjólinu. 

En dekkið losnaði ekki útaf fyrir sig, heldur framhjólið allt sem heild, gjörð og dekk. 


mbl.is Hjálmurinn orðið drengnum til lífs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Rétt er það líklega að lokaður hjálmur eions og tíðkist á stórum bifhjólum sé öruggari.  En ekki síður mikiðvægt væri að hjálmar ættu að hanna til að draga úr snúningskrafta ekkert síður en höggin. Því snúningin er heilanum hættulegast og heilinn er mikilvægfari en skrámar og brot á höfuðkúpu. Hjálmar sem minnka snúningskraftana eru rétt farnir að koma á markað, en reynsan af þeim er frekar takmörkuð. En svo eru líka margs konar hjólreiðar, eftir stíll, tilgang og hraða. Venjulegar hjólreiðar til daglegar samgangna lengja lífið og bæta ár við lífið. Mikilvægast er að bæta aðgengi til hjólreiða og hvetja en ekki letja. 

Morten Lange, 7.6.2017 kl. 15:16

2 Smámynd: Morten Lange

Þú spyrð um eða öllu heldur furðar þér á að ekki sé hjálmaskylda hérlendis. Þú bendir reyndar óbeint á hver mesta hættan sé fyrir fólki á reiðhjóli: stórir, þungir bílar með skert útsýni og ekki síst á of miklum hraða. Þar er enn þörf á að gera betur. Minnki líka útblæstri að lækka ökuhraða.

En nýlega hafa nokkur lönd, Slovenía og Portugal hætt við hjálmaskyldu á reiðhjóli. Áður hafa l+ndin Noregur, Bretland, Danmörk og fleiri lönd ásamt svæði í Norður Ameriku fjallað um hjálmaslyldu en hætt við. Finnland mun að líkindum draga úr stífri formlegri hvatningu til að bera hjálm við hjólreiðar.
Orsökin er alltaf að hjálmaskylda skolar barnið út með baðvatninu. Hjálmaskylda og eilíft fókus á hjálmum letir til ástundunar á mjög grænum og hollan ferðamáta. Þannig væri hjálmaskylda á heildina litið slæm fyrir lýðheilsu, umhverfi og mörgu öðru. 
Hægt að finna mörgu og misjafn góðu efni um þetta á netinu. Ein úttekt á staða vísinda (sennilega besta æuttektin) ætti að sannfæra flesta sem nenna að lesa og geta lesið norsku. Kafli 4.10 í Trafikksikkerhetshåndboka tsh.toi.no

Morten Lange, 7.6.2017 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband