"Votta þér samúð en þú getur sjálfum þér um kennt."

Samúðarummæli Donalds Trumps verða að teljast óvenjuleg sem opinberar samúðarkveðjur, þótt ekki sé dýpra tekið í árinni. 

Innihaldið er nokkurn veginn þetta: "Ég votta þér að vísu samúð en það er þér sjálfum að kenna að þessi hryðjuverk voru framin og skammastu þín." 

Trump er nýkominn úr ferð til Sádi-Arabíu til vinskapar við spillta ráðamenn alræðis, mannréttindabrota og stuðnings við hryðjuverkahópa í "heilögu stríði" við Írani. 

Ekki er hægt að finna neina skárri skýringu á því af hverju Trump styður Sáda gegn Írönum en en beina peningalega hagsmuni vegna olíuauðs Sádanna og ítaka þeirra í krafti þessa auðs. 

 


mbl.is Segir ummæli Trump „viðbjóðsleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferð Trump til Sádi-Arabíu var engin kurteisis heimsókn, þar var hann í hlutverki vopnasala að ganga frá og skrifa undir vopnasölusamning sem Bandarísk fyritæki höfðu gert við Sádi-Arabíu uppá 1,5 triljónir dala.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 12:22

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Vissulega var þessi heimsókn Trumps til Sádí-Arabíu í hæsta máta ógeðfelld og hræsnisfull. Allir vita að prinsapakkið sem þar stjórnar er ábyrgt fyrir útbreiðslu öfgaíslams um allan heim og að Sádar styðja dyggilega við hryðjuverkasveitir súnní-öfgamanna. Íranir eru Sjítar og þar með höfuðandstæðingar Sáda, fyrir utan hernaðarleg og landfræðileg deilumál þeirra í milli við Persaflóa. En þegar Trump segir að Íranir geti að hluta sjálfum sér um kennt, er það því miður ekki rangt. Þeir hafa verið með helstu stuðningsaðilum hryðjuverka í nafni íslams í áratugi. Morðhótanir og fé til höfuðs Salmans Rushdies koma frá Teheran. Þaðan berast bölbænir og dauðaóskir til handa Bandaríkjamönnum og Gyðingum (eða Ísraelum) hvern einasta föstudag. "Forsetinn" Ahmadineshad leiddi gjarnan föstudagsbölbænirnar fyrir framan aðalmosku höfuðborganinnar! Það væri óskandi að Vesturlönd geti fengið leiðtoga sem taka skýra stefnu gegn öfgum íslamista og að það sé stefna sem er sjálfri sér samkvæm og verjandi. Því er ekki að heilsa eins og stendur!

Sæmundur G. Halldórsson , 8.6.2017 kl. 13:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er rétt, Sæmundur, en það hefur ekki tíðkast hingað til hjá þjóðarleiðtogum, að hnýta aftan í samúðarkveðjur skítkasti. 

Vona að minnsta kosti að aðrir þjóðarleiðtogar fari ekki að taka upp á því. 

Ómar Ragnarsson, 8.6.2017 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband