9.6.2017 | 09:08
Órói og óvissa framundan á Bretlandi. May er engin járnfrú.
Það blundar stundum lúmsk löngun hjá stórum hluta þjóða að eiga það sem kallað er "sterkur þjóðarleiðtogi." Gamlir kratar í Svíþjóð sakna Olofs Palme, Þjóðverjar Adenauers og Helmuths Kohl, margir Frakkar De Gaulle og Bandaríkjamenn og Bretar Reagans og Margrétar Thatchers.
Hér heima minnast margir bláir Sjálfstæðismenn með söknuði valdatíma Davíðs Oddssonar.
Í stað þess að velja skástu lausninga og sigla sæmilega lygnan sjó í krafti 17 þingsaæta meirihluta ákvað Theresa May öllum á óvænt og þvert ofan í eigin yfirlýsingar að byggja á röngu stöðumati og efna til misheppnaðra kosninga, sem kannski verða til þess að haldnar verði aðrar bráðlega.
Bara það eitt að ganga á bak orða sinna um að efna alls ekki til kosninga var ekki góð byrjun á ævintýri, sem átti að leiða í ljós hvort hún væri staðföst og farsæl sem forsætisráðherra en hefur nú endað sem misheppnað flan.
Í hugum margs stuðningsfólks Íhaldsmanna var minningin um dýrðartíma "járnfrúarinnar" miklu, Margréti Thatcher, líka truflandi.
Fræg varð uppákoman í Bandaríkjunum þegar varaforsetaefnið Dan Quayle fór að líkja sér við John F. Kennedy og andstæðingur hans í kappræðum greip það á lofti og sagði: "Ég þekkti Jack vel og veit því vel að þú ert ert enginn John F. Kennedy."
Slátrun á staðnum þótt Quayle skolaði i kjölfar George Bush eldri inn í stól varaforseta.
Nú munu ýmsir segja í hljóði í Bretlandi: Ég þekkti járnfrúna og veit nú að Theresa May er engin Margrét Thatcher.
Thatcher var að vísu steypt af stóli í innanflokkssamsæri, Kennedy og Palme voru skotnir, Davíð tapaði í fjölmmiðlafrumvarpsmálinu og vék sæti fyrir Halldóri Ásgrímssyni og De Gaulle neyddist til að segja af sér.
Muhammad Ali, "the greatest", beið í lokin tvo beiska ósigra. En minningar um dýrðartíma á hátindi frægðar þekktra og sterkra einstaklinga trufla marga sem á eftir koma.
Verður kosið aftur í Bretlandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já allt hefur sinn vitjunartíma sem menn þekkja yfirleitt ekki sjálfir.
Theresa verður líklega að taka pokann sinn. Útlitið og leikræn tjáning dugðu ekki. Því eins og dr. Göbbels sagði við Zöru Leander:"Kunst kommt nicht von Wollen sondern Können" Þar skilur á milli.
Halldór Jónsson, 9.6.2017 kl. 10:05
Það verða engar nýjar kosningar, þótt ógæfufólkið í Labour vill það. Brexit er of mikilvægt til að það tapist á gólfið. Tories hafa meirihluta með DUP, þótt tæpur sé. Þannig að norður-írski flokkurinn mun hafa gríðaleg völd næstu 5(?) árin með einungis 1,5% af sætunum og muni hafa lokaorðið í sambandi við hverjir eigi að leiða Tories eftir að Theresa fær kveðjubréfið.
Pétur D. (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 11:29
Eitt virtasta dagblað Þýskalands, Frankfurter Allgeimeine Zeitung (FAZ) skrifar; "Die Wahrscheinlichkeit steigt, dass es nicht zum Brexit kommt." Auknar líkur fyrir því að Brexit verði ekki framkvæmt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 11:30
Afsakið málfræðivillurnar. Ég er ennþá groggy eftir úrlitin.
Pétur D. (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 11:31
Jú, Haukur, Brexit heldur áfram fyrst Tories+DUP hafa meirihluta á þingi, sama hvaða óskhyggju Þjóðverjarnir þjást af varðandi það að ríghalda Bretlandi í klóm dauðabandalagsins.
En Theresa May er jafn duglaus sem forsætisráðherra eins og hún var innanríkisráðherra og Brexit verður ekki framkvæmt fyrr en húb verður látin fara. Margir mæla með Jacob Rees-Mogg eða öðrum sem verða ekki með neina undanlátssemi. Að gera Theresu May (Shariu May) að forsætisráðherra á sínum tíma voru alvarleg mistök. Og á meðan hún var að veiklast um í Brüssel og hélt að flokkur hennar var ósnertanlegur, þá fékk Labour aukið fylgi þrátt fyrir beinan stuðning flokksins við hryðjuverkasamtök og þrátt fyrir að konan sem átti að verða innanríkisráðherra (Diane Abbott) kunni hvorki að lesa né reikna.
Pétur D. (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 11:43
Þarna afhjúpaði Theresa May frekju íhaldsmanna og þeirra rétta eðli þ.e.a.s valdagræðgina, eitthvað sem við hér á Íslandi könnumst við...því miður. En þetta útspil hennar kom beint í andlitið á henni aftur.
Annars má túlka úrslit þessara kosninga á þann veg, að Bretar séu ekki alls kostar ánægðir með Brexit og úrslit þeirra kosninga, og ég vona að jafnaðarmenn í Bretlandi sameinist um næstu ríkisstjórn og vindi ofan af þessu Brexit rugli.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 12:26
Boris Johnson fyrir PM ?
Merry, 10.6.2017 kl. 00:12
Helgi Jónsson, mikill meirihluti Breta vilja úr ESB, en það er búið að eyðileggja UKIP, það er mikið um kosningasvindl, múslímar sem hafa fengið ríkisborgararétt kjósa auðvitað rasista- og hryðjuverkamannaflokkinn Labour. Og síðast en ekki sízt þá hefur Theresa "Sharia" May eyðilagt mikið bæði fyrir Brexit-ferlinu og sínum eigin flokki. Hún er enginn leiðtogi, ólíkt Margaret Thatcher. Það er ekki hægt að treysta Theresu May, hún er svikari. Jafnvel hennar eigin ráðherrar munu ekki styðja hana eftir þessi alvarlegu mistök hennar, að efna til kosninga að nauðsynjalausu og gefa ógæfufólkinu í Labour fleiri sæti á þinginu. En hún er samt betri en skaðræðisgarmurinn Jeremy Corbyn. Allt er betra en Jeremy, sem lítur á glæpahyskið í Hamas og Hezbollah sem vini sína.
Og fyrst Tories geta myndað meirihlutasamsteypustjórn með DUP, þá geta vinstrimenn (Labour, LibDem, SNP, Plaid Cymry og Greens) ekki myndað stjórn, það segir sig sjálft.
Eina vandamálið með Tory-DUP samsteypustjórn er að DUP vill "Soft Brexit" vegna landamæranna milli Éire og Ulster. En soft Brexit er ekkert andskotans Brexit. Að fara úr ESB og stranda í EES er eins og að sleppa úr fangaklefa, en komast samt aldrei úr fangelsinu.
Beztu leiðtogefnin til að taka við Theresu May sem leiðtoga Tories eru David Davis, Brexitmálaráðherra, Boris Johnson, utanríkisráðherra og Jacob Rees-Mogg, þingmaður.
Pétur D. (IP-tala skráð) 10.6.2017 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.