Þúsundir númerslausra eða illa merktra húsa.

Hvað eftir annað hefur það komið sér vel fyrir mig og áreiðanlega marga aðra, að á ja.is sé hægt að sjá hvernig húsið lítur út, sem sá aðili býr í sem maður ætlar að heimsækja. 

Ástæðan er sú að um allt höfuðborgarsvæðið er þvílíkur misbrestur á því að húsnúmer megi finna á húsum, að það veldur oft stórvandræðum við að finna viðkomandi hús. 

Í heilu hverfunum, eins og til dæmis Skemmuhverfinu í Kópavogi, vantar húsnúmer að mestu í heilu götunum. 

Síðan er víða illmögulegt að finna út hvaða kerfi er notað til þess að raða húsnúmerum á húsin. 

Af þessum sökum væri mikil afturför fólgin í því að birta ekki myndir af húsunum á ja.is. ásamt korti, sem sýnir staðsetninguna. 

 


mbl.is Vilja áfram birta myndir af heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki enn áttað mig á þessu ja.is fyrirtæki. Samt þeirrar skoðunar að sjoppan sé óþörf með öllu, "useless", stofnuð til að gefa nokkrum sjalla-kellum tækifæri til að græða helling af peningum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 19:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott dæmi er gamla nágrenni þitt Háaleytisbraut, sem eru margar götur og botnlangar í ótrúlegum graut. Það er skipulagslegt klúður. Höfðuðæðin ætti að heita háaleytisbraut en allir ranghalarnir og botnlangarnir ættu að fá sitt eigið nafn.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband