11.6.2017 | 00:57
Slæmir stjórnendur velja sér oft slæma ráðgjafa.
Ráðgjafar svonefndir segja oft sögu af þeim sem þeir gefa ráð. Yfirleitt velja hæfir og góðir stjórnendur sér góða ráðgjafa og dæmin um slæma ráðgjafa eru mýmörg.
Síðustu 15 árin sem Henry Ford eldri réði yfir bílaverksmiðju sinni lét hann Harry nokkurn Bennett fá æ meiri völd til ills eins.
Bennett sá um öryggismál og samskipti við starfsmenn á þann hátt að illræmt varð.
Með því að fara meira eftir því sem Bennett sagði en Edsel Ford, sonur Henrys, varð veran hjá Ford smámsaman ofviða Edsel sem lést langt um aldur fram.
Þegar Henry Ford yngri tók við rak hann Bennett, og þó fyrr hefði verið.
Litlu munaði að Fordverksmiðjurnar færu í hundana á fimmta áratugnum, en Henry Ford yngri kunni að velja sér ráðgafa sem gátu gert endurreisnarstarfið mögulegt.
Ég held að ýmsir íslenskir stjórnmálamenn hafi goldið þess að hafa slæma ráðgjafa.
Stundum er eins og ráðamenn sækist eftir jámönnum sem jánka hverju sem er.
Ég varð til dæmis þess var í samskiptum mínum við Halldór Ásgrímsson á síðustu valdaárum hans, að hann hlustaði of mikið á slæma ráðgjafa, sem báru í hann rangar upplýsingar.
Ráðgjafar May segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
slemir ráðgjafar og já menn tel ég ekki vera sama hópin. slæmir ráðgjafar géta verið hugsjónamenn sem sjást ekki fyrir um afleinga ráðgjafar sinnar. já menn er aftur á móti menn sem spirja fyrst hvaða niðurstaða stjórnendur vilja fá og komast síðamn að þeiri niðurstoðu sem stjórnandinn vil hvort sem hún er góð eða slæm. það eru slæmir ráðgjafar. vald spillir oft fólki ekki af því það er slæmt fólk heldur vegna þess að menn verða oft að gera málamiðlanirsem síðan er ekki hægt að draga til baka.gamla kerfið um æviráðna ríkistarfsmenn hafði þann kost að það var samfella þó skkipt væri um stjórn, gallin var að ef men feingu vanhhæfa stjórnendur var ekki hægt að losna við þá nema setja þá í hærri stöður sem þá jók vandan.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.