11.6.2017 | 20:16
"Aron Einar kastar upp..." En hvílíkur endir!!
Á leiðinni hingað í Búðardal í bíl datt útsendingin á Rás 2 út örstutta stund en þegar hún kom aftur voru fyrstu orð þularins: "Aron Einar kastar upp..." en síðan kom hann inn aftur, og af framhaldinu mátti ráða að Aron Einar hefði ekki orðið óglatt, heldur kastað botanum "upp" völlinn og fylgdi með að boltinn væri á niðurlaið og þarna væri "langur bolti" á ferð.
Sem er illskiljanlegt, því að maður hefði haldið að allir boltar væru alveg hnöttóttir en ekki mislangir.
En,- gamanlaus, af hverju er ekki hægt að segja að boltanum sé leikið fram eða aftur og að sendingarnar seu mislangar?
Í hálfleik bjóst Eiður Smári við því að Króatar myndu haga leiknum þannig að Íslendingar þreyttu sig á hlaupum og eftir kortérs leik í síðari hálfleik virðist það alveg eins geta gerst.
Hvað um það. Lokamínturnar núna, með tveimur dauðafærum og marki!!!!
Hrikaleg markmannsmistök króatíska markvarðarins, sem virtist halda að boltinn færi yfir. Ó, hve flott afgreiðals hjá íslenska liðinu!
.
Dramatískur sigur gegn Króatíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.