12.6.2017 | 08:42
Boltinn, sem allir virtust halda að myndi "leka" yfir markið.
Sérkennilegt en ljúft var skallamarkið sem skilaði þremur stigum til íslenska landsliðsins í knattspyrnu.
Þótt Hörður Björgvin Magnússon ætti kröftugt og gott hlaup og stökk að að boltanum, hitti hann boltann ekki vel og hann skrúfaðist upp í loftið í átt að markinu í stað þess að þjóta beint áfram.
Öllum sýndist blotinn stefna í að fara rólega í boga yfir markið, og markvörður króatiska liðsins gerði ekki einu sinni tilraun til að lyfta höndum, - sýndist greinilega að boltinn færi yfir þverslána.
En svo virtist sem snúningur á boltanum skrúfaði hann niður á við þannig að hann smaug undir þverslána og lak niður í markið.
Og nú er vonandi gamla Króatagrýlan dauð.
Aldrei séð bolta fara hægar yfir markmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.