Mikið verkefni fyrir kuldatrúarmenn.

Kostulegt hefur verið að fylgjast með áðdáendum Donalds Trumps hér á landi þegar þeir hafa verið að fylgja eftir kenningunum um samsæri "vísindamanna, sem trúa á kólnun veðurfars og voru ráðnir af vinstri öfgamönnum." 

Þessir aðdáendur Trumps eru þegar farnir að uppfæra kenningar forsetans á íslenskar aðstæður varðandi það að mælingar þessara "svokölluðu" vísindamanna séu falsaðar. 

Og ráðið sé að reka þá alla en ráða í staðinn "alvöru vísindamenn" sem komast að réttum niðurstöðum. Og vegna þess hve miklu betri fagmenn þeir eru, munu þeir að sjálfsögðu verða að fá sanngjörn laun og því betri laun sem niðustöðurnar eru "betri". 

En íslensku kuldatrúarmennirnir verða nú að gyrða sig í brók og leysa ennþá stærra viðfangsefni en átrúnaðargoðið, en kannski á þann hátt að eggið sé farið að kenna hænunni.

Þetta snýr að sjálfsögðu að þeim myndum sem "svonefndir" ljósmyndarar og kvikmyndargerðarmenn taka að bráðnandi og hverfandi jöklum. 

Nú þarf að koma í veg fyrir að þessir fúskarar taki "falsaðar" myndir og þess vegna verði að reka þá, gera myndir þeirra upptækar og ráða "alvöru" ljósmyndara og kvikmyndatökumenn í staðinn, sem taka "réttar" myndir. 

Og að sjálfsögðu á að banna að einhverjir amatörar séu að taka svona myndir sem geta valdið miklu tjóni. 

Í staðinn verði aðeins "innvígðum og innmúruðum" treyst til þess. 


mbl.is Sólheimajökull bráðnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti alveg víkka hugtakið „political correctness“ og fella undir það skoðanir hægri manna á hlýnun jarðar. Jafnvel einnig um þróunarkenningu Charles Darwin sem og bullið um svokallað „intelligent design.“ Ignorance hefur lengi einkennt skoðanir íhaldsmanna, ekki sist á Íslandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 17:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég veit ekki betur en vinstri mennirnir tali um HLÝNUN jarðar, en þú snýrð þessu við, Ómar!

Jón Valur Jensson, 12.6.2017 kl. 17:32

3 identicon

Þeir ku hafa í Suður Ameríku fórnað hreinum meyjum hér áður fyrr með góðum árangri þegar veður voru ósamvinnuþýð. Færustu vísindamenn þeirra reiknuðu hve margar þyrfti og enginn efaðist um vísindin. Vísindamenn Evrópu ráðlögðu galdrabrennur ef veðrið var komið af kukli og ókristnum ástæðum, bænir og bætt líferni ef óveður orsakaðist af synd og ólifnaði.

Ungur var ég skammaður fyrir að hafa komið af stað rigningu með því að leggja hrífuna rangt frá mér. Íslenskir bændur höfðu árhundraða reynslu af því hvernig bæri að haga sér svo veður færu eftir uppskrift. Þar voru sjálfmenntaðir Íslenskir vísindamenn að verki og aðeins heimskingjar efuðust í ljósi reynslu aldanna. Og á sjó var það sannað að hengdi maður stakk sinn á mastrið þá gerði brælu. 

Hvar værum við ef við gætum ekki stjórnað veðrinu eins og við höfum gert um aldir alda með aðstoð færustu vísindamanna?

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 17:43

4 identicon

Eitthvað er nú hugtakið vísindi að þvælast fyrir þessu Hábeini. Og líklega einnig hugtakið kenning (theory).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 18:21

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Veðurfræðin hefur nú verið við lýði í áratugi Haukur en hefur veðrið eitthvað batnað ? Ó nei. Frekar hefur það nú versnað þrátt fyrir þessi vísindi. Og það hefur rignt miklu meira að undanförnu vegna þess að það er farið að nota miklu stórvirkari tæki í staðinn fyrir hrífurnar. Stend með Hábeini.smile

Jósef Smári Ásmundsson, 12.6.2017 kl. 18:35

6 identicon

Og það er sönn sjón að sjá þegar farið er um Fljótin að sjá snúningsvélrnar liggja þar hverja af annarri með tindana uppíloft.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 18:53

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú ferð með tóma steypu  Ómar minn. Það hefur hlýnað sem betur fer eilítið og ekki veitti af á Ísland. En þessir vísindamenn sem þú talar um með niðurlægingu segja að þessi hlýnun stafi ekki af útblæstri heldur af eðiliegri breytingu í  virkni sólar. Þar liggur munurinn en ekki í einhverjum falsvísindum þeirra. Ef hlýnar þá er það bara eðlilegt og gott fyrir okkur, ekki sé ég eftir þessum helvítis klaka og ekki veitir af þessu CO2 sem við þó höfum til að gera jörðin grænni. 

Það er sólin sjálf sem stjórnar öllu á þessari jörð en ekki AlGore og hans gróðapúngar sem eru búnir að hækka innstæðu hans úr 2 í 186 milljónir dollara á öllu loftslagsbröltinu og svo hlutabréfabraski ío seinni tíð, m.a. er hann farinn að fjárfesta í olíufélögum.

Halldór Jónsson, 12.6.2017 kl. 19:01

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.6.2017:

"Halldór Björnsson sérfræðingur í loftslagsbreytingum á Veðurstofu Íslands segir að Bandaríkin fari nærri því að uppfylla markmið sín í loftslagsmálum, þrátt fyrir að Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið þau út úr Parísarsamningnum."

Bandaríkin uppfylla nærri því Parísarsáttmálann

Þorsteinn Briem, 12.6.2017 kl. 19:35

13 identicon

Gunnar gekk út snemma moguns og sáði KORNI enda landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru

síðan hefur kólnað verulega á Íslandi

Grímur (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 20:00

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokknum er alltaf skítkalt og allur í svellþykkum lopapeysum í tuttugu stiga hita.

Þorsteinn Briem, 12.6.2017 kl. 20:09

15 identicon

Það sýnir bara rökleysuna og hve haldlítil rökk málshefjanda eru að þurfa að stimpla alla efasemdamenn um að dulítil hlynun jarðar sé af mannavöldum sem stuðningsmenn Trumps!

Annars hefur verið hægt að taka myndir af bráðnandi ís og jöklum í milljónir ára. Allavega yfir sumartímann. 

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 21:37

16 identicon

 Þetta er nú meira bullið.
Að leggja frá sér hrífu með tindana upp er slysagildra og þess vagna var sagt við börnin sem voru að sjálfsögðu í heyskap, að það myndi rigna ef tindarnir snéru upp.
Það vita allir hugsandi menn, að AlGore er svikahrappur sem hefur logið upp í opið geðið á fávitum frá fyrsta degi og hagnast vel.
Ég man ekki eftir því að til væru kuldatrúarmenn, en vinstri sinnaða PK elítan hefur verið með það á heilanum að hlýnunin væri að mestu af manna völdum. Heimskan ríður ekki við einteyming hjá þessu liði.
Það eru mörg, mörg ár síðan ég hlustaði á danskan veðurfræðing og vísindamann, sem sagði að allar rannsóknir bentu til þess að sólin væri stærsti orsakavaldurinn að loftlagshlýnun á jörðinni, en að sjálfsögðu hlusta  ekki ofstækismenn á slíkt og búa til sín egin líkön.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 22:20

17 identicon

Þú ert betri en þetaa ómar.  Strámannabull og engin tilraun gerð til að nálgast rök efasemdamanna.  Þeir eru bara trúvillingar og trömpistar.

immalimm (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 22:22

18 identicon

Allir sem ekki taka heilshugar undir hinn heilaga sannleik sem vísindamaðurinn Ómar Ragnarsson prédikar eru umsvifalaust stimplaðir Trump aðdáendur og kuldatrúarmenn. Ómar er bara þannig og ekkert við því að gera.

Ómar Ragnarsson er einn þeirra vísindamanna sem telja hlýnun jarðar vera af mannavöldum. Væri hann Bandaríkjamaður þá væri hann einn þeirra sem Trump telur ekki hafa mikla þekkingu á loftslagi og veðri þó hann flokkist sem vísindamaður. Margir tannlæknar, félagsfræðingar, hagfræðingar og næringarfræðingar í Bandaríkjunum eru í þeim sporum, vísindamenn sem telja hlýnunina af mannavöldum og kunna Trump engar þakkir.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 22:31

19 identicon

 Þessi efaðist og var rekinn úr vísindasamfélaginu..http://www.cnsnews.com/news/article/kathleen-brown/nobel-prize-winning-physicist-obama-dead-wrong-global-warming-0

GB (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 22:48

20 identicon

Glópahlýnunaórarnir hans ÓRa eru bráðskemmtilegir og einstaklega upplýsandi fyrir einbeittan lygavaðal glópahlýnunartrúboða :)

Minni vinsamlegast ÓRa á eftirfarandi:

"Hofsjökull stækkaði á þessu ári, í fyrsta sinn í rúm 20 ár. Niðurstaða haustmælinga Veðurstofu sýnir að sumarleysingin var minni en óvenju mikil snjókoma síðasta vetrar.

 

Starfsmenn Veðurstofu Íslands mældu sumarleysingu á Hofsjökli í leiðangri á jökulinn dagana 6. - 10. október. Og niðurstaðan varð önnur en í haustmælingum síðustu 20 ára. Þá var sumarleysing meiri en nemur vetrarúrkomu og jökullinn því rýrnað um 25 rúmkílómetra. Í ár snerist dæmið við. Þorsteinn Þorsteinsson sérfræðingur í jöklarannsóknum á Veðurstofu Íslands segir jökullinn hafi bætt við sig í rúmmáli sem nemur eins metra þykku vatnslagi yfir allan jökulinn. Mælingar 20 ára þar á undan sýndi öfuga niðurstöðu. Þá minnkaði jökullinn að meðaltali um einn metra á þykktina á hverju ári."

http://www.ruv.is/frett/hofsjokull-staekkar

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 23:09

21 identicon

Kjánaleg þessi þörf íhaldsmanna á því að "hafa efasemdir" um hlýnur jarðar þótt þeir hafi ekki hundsvit á málinu, né þá menntun að geta kynnt sér niðurstöður rannsókna um efnið. Rannsóknir, sem benda til þess að það sé tilfellið að aukinn útblástur á t.d. CO2 valdi breytingum á veðurfari sem munu hafa alvarlegar afleiðingar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 23:16

22 identicon

Kjánaleg þessi þörf vinstrimanna á því að trúa öllu sem sjálfskipaðir prestar trúboðsins segja um ástæðu hlýnunar jarðar þótt þeir hafi ekki hundsvit á málinu, né þá menntun að geta kynnt sér niðurstöður rannsókna um efnið. Rannsóknir sem benda ekki til þess að það sé endilega tilfellið að aukinn útblástur á CO2 sé valdur að breytingunum á veðurfari. Tilgátur í þá veru hafa tröllriðið fjölmiðlum án sannana. En þeir trúa því að það sem vísindamenn eins og Ómar Ragnarsson segja hljóti að vera rétt, og að vísindamenn hafi alltaf rétt fyrir sér. Einnig eru þeir mjög uppteknir af því að sannfæra hvern annan um að trú þeirra sé sú eina rétta og að fórnir og bætt líferni muni laga veðrið. Hljómar kunnuglega.

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.6.2017 kl. 00:31

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir mneð Hábeini hér.

Friðrik Daníelsson verkfræðingur skrifaði nokkuð snemma um þessa makalausu glópahlýnunartheoríu (sjá bók hans Ísland er land þitt, 2004, passim), og hér er líka nýleg grein eftir hann: Loftslagsblaðran sprungin (áður birt í Morgunblaðinu 3. apríl 2017).

Það sama hefur Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur líka gert (sjá t.d. yfirlit greina hans um málið hér: Veðurfar - blaðagreinar um þá röngu tilgátu að lífsandinn (CO2) valdi hlýnun -- og báðir hafa þeir stutt mál sitt sterkum rökum, eins og vísindamönnum sæmir.

Jón Valur Jensson, 13.6.2017 kl. 03:46

24 identicon

Mikið verkefni fyrir glópahlýnunartrúboðann ÓRa:

"Vetr­ar­ákoma á Hofs­jök­ul var í vet­ur um 20% meiri en vet­ur­inn 2015-2016. Hún reynd­ist vera mjög ná­lægt meðallagi frá upp­hafi mæl­inga árið 1988."(!)

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2017/05/31/timamotamaeling_a_hofsjokli/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2017 kl. 07:59

25 Smámynd: Mofi

Er þetta bara voðalega auðvelt og allir vísindamenn sammála?  Hérna er heimild sem heldur því fram að síðustu 5 mánuði þá hafa verið gefnar út 58 vísinda greinar sem efast um þessa vanalegu sögu um að við erum að búa til okkar eigið persónulega helvíti með útblástri koltvísýrings.

http://notrickszone.com/2017/05/29/80-graphs-from-58-new-2017-papers-invalidate-claims-of-unprecedented-global-scale-modern-warming/#sthash.ktF0tSb7.xhMyuo79.dpbs
Just within the last 5 months, 58 more papers and 80 new graphs have been published that continue to undermine the popularized conception of a slowly cooling Earth temperature history followed by a dramatic hockey-stick-shaped uptick, or an especially unusual global-scale warming during modern times. - See more at: http://notrickszone.com/2017/05/29/80-graphs-from-58-new-2017-papers-invalidate-claims-of-unprecedented-global-scale-modern-warming/#sthash.ktF0tSb7.xhMyuo79.dpuf

Mofi, 13.6.2017 kl. 15:48

26 identicon

GB 12.6.2017 kl. 22:48.

We often see scientists from non-climate fields who believe they have sufficient expertise to understand climate science despite having done minimal research on the subject; William Happer, Fritz Vahrenholt, and Bob Carter, for example.  As he admits in his own words, Nobel Prize winning physicist Ivar Giaever fits this mould perfectly.

Dr. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2017 kl. 17:22

27 identicon

Eigum við bara ekki að taka þýskuna á þetta Haukur Kristinsson?

Loftslagsvísindi er reyndar safnhaugur fyrir aðskiljanlegustu vísindagreinar sem eru mun eldri í hettunni. Það eitt að sjálfsupphafinn gervidoktor skuli leggja til atlögu við Nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði, dr. Ivar Giaever, segir allt sem segja þarf um meðvitaða breikkun þína á eigin rassgati :(

Schnell wird man als „Klimaleugner“ abgestempelt

Von Josef H. Reichholf | Veröffentlicht am 28.05.2017 | Lesedauer: 2 Minuten

Die globale Temperatur steigt trotz wachsenden CO2-Ausstoßes nicht an. Dies passt nicht in die Prognosen von Politik und Wissenschaft. Man muss darüber reden dürfen, ohne verunglimpft zu werden.

 

Die letzten eineinhalb Jahrzehnte lang stieg die globale Temperatur nicht mehr an. Diese Pause in der Erwärmung passte jedoch nicht zu den Prognosen. Ganz und gar nicht, wurde doch seit der Jahrtausendwende kontinuierlich mehr CO2in die Luft gepustet. Also sollte es auch wärmer geworden sein.

Jetzt weiß man, woran es lag. Für die Berechnungen hatte man die Messwerte verwendet, die passen. Mit den „richtigen“ stimmen die Ergebnisse mit den Klimamodellen überein. So einfach ist das: Die passenden Daten sind die richtigen! Die Wirklichkeit muss den Modellen entsprechen. Sonderbar? Weil nicht sein kann, was nicht sein darf?

 

Auf die genehmen Daten kommt es an. Dann stimmt das Ergebnis. Bleibt da nicht ein flaues Gefühl? Darf das Ergebnis vorher festliegen? Müssen Messwerte so ausgewählt werden, dass sie passen?

Skepsis in der Naturwissenschaft

Im politischen Bereich wird ausgewählt, was dem Konzept entspricht. Weil es Zielsetzungen gibt. Ob gut und richtig, soll hier nicht erörtert werden. In der Politik verhält es sich so.

 

Doch dass die Klimaerwärmung dem Prinzip passender Befunde unterworfen wird, irritiert. Eine distanzierte, journalistische Kommentierung ist dazu kaum noch möglich. Wer eine solche wagt, riskiert, als ‚Klima-Skeptiker‘ oder gar als ‚Klima-Leugner‘ verunglimpft zu werden.

Dass Skepsis in den Naturwissenschaften unverzichtbar ist, spielt dabei keine Rolle. Die Wahrheit steckt in den Modellen. Und das Umweltbundesamt darf kritische Journalisten in offizieller Broschüre diffamieren. Das hat das Oberverwaltungsgericht Sachsen-Anhalt schon 2015 gegen den Journalisten Michael Miersch klargestellt.

Gibt es ein „Wahrheitsministerium“?

Ist ein Bundesamt unfehlbar wie der Papst, wenn er etwas ex cathedra verkündet? Sind wir auf dem Weg zu einem „Wahrheitsministerium“? Und das ausgerechnet jetzt, wo die Einschränkung der Pressefreiheit in anderen Ländern so angeprangert wird, wo kritische Journalisten inhaftiert werden?

Dass in den Naturwissenschaften nicht mehrheitlich abgestimmt wird, müsste doch bekannt sein. Skepsis muss auch im allgemein Akzeptierten die Möglichkeit zum Dissens offenhalten, um zu besseren Erkenntnissen zu gelangen. Das gehört zum Prinzip der Aufklärung.

Die anscheinend nötigen Nachbesserungen bei den Berechnungen zur globalen Temperatur und die vielen Änderungen in den Vorhersagen zum Klimawandel drücken für mich als Wissenschaftler eines klar aus: Die letztgültige Weisheit gibt es nicht.

Was richtig war, zeigt sich erst im Nachhinein. Kein Amt, auch kein Bundesamt kann diktatorisch über den Fortschritt des Wissens verfügen. Kritischer Journalismus wird auch bei uns gebraucht. Sehr sogar!

Der Autor ist einer der bekanntesten Evolutionsbiologen Deutschlands und gehört zu den Urvätern des deutschen Naturschutzes

https://www.welt.de/debatte/kommentare/article165004435/Schnell-wird-man-als-Klimaleugner-abgestempelt.html

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2017 kl. 22:42

28 identicon

JVJ, Mofi og einhverjir aðrir hér trúa á galdrapabba í geimnum og son hans sem er hann sjálfur... þeir hafa engar sannanir, þeir hafa bara gamla bók skrifaða af illa upplýstum fornmönnum sem lofar þeim gulli og grænum skógum eftir dauðann... þeir efast ekki um þetta þó svo að ekkert bendi til að þetta sé satt.
Svo kemur "Climate change", með yfirgengilega mikið af sönnunum, við finnum þetta líka á eigin skinni, þetta hreinlega blasir við, er augljóst.. en nei, trúardellan neitar að trúa staðreyndum... hlægilegt alveg

DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 12:22

29 Smámynd: Mofi

Skondið hvernig guðleysingjar virðast trúa blint því sem þeir heyra í fjölmiðlum; hérna er eitthvað fyrir Ómar og DoctorE að glíma við: https://www.youtube.com/watch?v=eiPIvH49X-E

Mofi, 15.6.2017 kl. 13:08

30 identicon

Mofi, þessi maður sem er að tala þarns er þekktur ruglukollur; átti ekki von á öðru frá þér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 13:34

31 identicon

DoctorE, hvernig blasir það við að "Climate change"sé af mannavöldum? Sástu það í kaffibolla? Hvernig finnur þú það á eigin skinni að athafnir okkar orsaki "Climate change"? Er það verkurinn í hnjánum þegar þú fellur fram og tilbiður loftslagsguðinn þinn?

Staðreyndin er sú að það eina sem hægt er að fullyrða um veður er að það mun breytast. Þannig hefur það verið frá upphafi og verður til endaloka. Að við stjórnum því hefur í þúsundir ára verið bæði draumur og trú manna. Margir hafa reynt að stjórna því og ekki færri trúað því að athafnir okkar réðu veðrinu. En veðrið breytist, sama hverju við trúum og sama hvað við gerum. En þér er frjálst að slátra geit og vefja um þig garnirnar teljir þú það geta komið í veg fyrir rigningu á 17. júní.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 14:00

32 Smámynd: Mofi

DoctorE, hehe, já allir sem eru þér ósammála eru ruglukollar og fjölmiðlar segja alltaf satt. Held ég er að skilja betur og betur hvernig þú kemst að niðurstöðu um hin ýmsu mál.

Smá frá þessu verkefni þar sem vísindamenn skrifa undir varðandi hve stórt vandamál hnattræn hlýnun er:

http://www.petitionproject.org/seitz_letter.php
This letter from Professor Frederick Seitz is circulated with the petition. Physicist Frederick Seitz was President of the US National Academy of Sciences and of Rockefeller University. He received the National Medal of Science, the Compton Award, the Franklin Medal, and numerous other awards, including honorary doctorates from 32 Universities around the world. In August 2007, Dr. Seitz reviewed and approved the article by Robinson, Robinson, and Soon that is circulated with the petition and gave his enthusiastic approval to the continuation of the Petition Project. 

En já, þetta eru allt ruglukollar af því að þeir eru ekki sammála DoctorE sem er með doktorsgráðu í...E líklegast.

Mofi, 15.6.2017 kl. 14:11

33 identicon

Á sama hátt og Aztekar trúðu því að mannfórnir gætu tryggt að sólin kæmi upp þá trúa glópar því að peningafórnir geti tryggt að loftslagsbreytingar eigi sér ekki stað.

Eini munurinn er að Aztekar voru þó heiðarlegir í ranghugmyndum sínum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband