Hún er ekki að keppa í einstaklingsíþrótt.

"Ég kom mér í þessi vandræði og aðeins ég get komið mér út úr þeim" getur íþróttamaður í einstaklingsíþrótt sagt, ef hann honum hefur mistekist. Þetta gildir um alla þá, sem fást við eitthvað svið, þar sem árangurinn snýr aðeins að þeim sjálfum.

En þannig er það ekki hjá Theresu May eða öðrum þeim, sem keppa í hópíþrótt eða starfa á sviði, þar sem hægt er að velja aðra til starfans.

May getur svo sem vel lofað því að standa sig betur næst, en hún verður líka að líta til þess að það er keppni meðal helstu áhrifamanna í flokki hennar, sem getur leitt í ljós, að það séu fleiri en hún, sem geti komið flokknum út úr ögöngum og jafnvel gert það betur en hún.  


mbl.is „Ég kom okkur í þessar ógöngur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband