Búa til "Route 66 skála"?

Einu sinni hét aðal þjóðleiðin vestur yfir sunnanverð Bandaríkin "Route 66". 

Síðan var lögð stór hraðbraut til að leysa "Veg 66" af. 

En vegna hins sögulega gildis "&&" er honum víða haldið við og séð um að hægt sé að aka hann líkt og forðum. 

Á einstaka stað liggja vegirnir ekki langt frá öðrum, nokkuð samsíða. 

Þannig er það til dæmis í Arizona þar sem við Helga völdum ákveðinn kafla, sem liggur í gegnum litla bæinn Seligman. 

Þar er hægt að fara inn á 66 og koma við í vegasjoppu, sem er nákvæm eftirlíking slíkrar frá miðri síðustu öld. 

Bílar fr´sjötta áratugnum standa þar hjá, gamla bensíndælan er virk og allt nákvæmlega eins og var. 

Stórar myndir af Elvis Presley, Marilyn Monroe og öðrum stjörnum þess tíma prýða veggi og afgreiðslufólkið klæðist tísku "Fifties". 

Úr gömlum glymskröttum ómar tónlist og heyra má í gömlum útvarpsþulum segja fréttir í gömlum lampatækjum. 

Á að minnsta kosti tveimur stöðum nálægt Þjóðvegi eitt væri hægt að framkalla hina gömlu stemningu, við Ferstiklu og hjá gömlu Hvítárbrúnni, þar sem svonefndur Hvítárskáli stóð. 

Ferstikluskáli myndi sækja aðdráttarafl í gömlu leiðina fyrir Hvalfjörð, þar sem söguslóðir frá ýmsum tímum anga enn. 

En Hvítárskáli hefur þann kost, að hann liggur skammt frá Þjóðvegi eitt, nánar tiltekið aðeins í sex kílómetra fjarlægð. 

Gamla fallega mjóa bogabrúin og akstur yfir hana getur verið þungamiðja aðdráttaraflsins. 

Gaman væri ef Hvítárskáli risi aftur í stíl þeirra vegasjoppa, sem eru við Route 66 í Bandaríkjunum. 

Þessi staður er stutt frá fornbílasafninu í Brákarey, og það mætti velja úr því safni rútu og nokkra bíla til að standa á sumrin við Hvítárskála. 


mbl.is Ferstikluskáli opnaður að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband