16.6.2017 | 10:40
Það sem helst hann varast vann...
"Það sem helst hann varast vann / varð þó að koma yfir hann" kvað séra Hallgrímur.
Donald Trump komst meðal annars til valda með því alofa að lofa því að gera Bandaríkin mikilfenglega á ný, og átti einn þátturinn í því að vera stórfelldur niðurskurður á hernaðarútgjöldum í kjölfar fráhvarfs frá stefnu BNA í 75 ár.
Trump lýsti réttilega misheppnaðri stefnu BNA í Miðausturlöndum og kvaðst með breyttri stefnu draga Bandaríkjamenn út úr mistökum á borð við innrásina í Írak og kyndingu á Arabíska vorinu, auk þess sem Bandaríkjamenn myndu setja bandalagsþjóðum í NATO stólinn fyrir dyrnar í fjármögnun herafla bandalagsins.
Nú liggur fyrir stóraukning á útgjöldum til hermála og stór samningur við Sádi-Araba til eflingar herafla á hendur Írönum.
Það sem helst hann varast vann virðist nú koma yfir hann.
Trump ofsóttur af vondu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíddu....nú, ég hélt að hann væri ofsóttur af góða fólkinu...?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 11:18
Nei, Helgi. Það var "góða fólkið" á klakanum sem safnaðist saman á Austurvelli til að henda út úr stjórnarráðinu spillingarbangsanum Simma Kögunar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 13:55
Sæll Ómar.
Nei, þannig orti Hallgrímur ekki!
Þessar ljóðlínur má finna í 27. sálmi
og réttar eru þær þannig:
"Þetta sem helst nú varast vann
varð þó að koma yfir hann."
Í sama sálmi er þetta einnig þar
og vonandi á þetta við hvorugan okkar
og áreiðanlega ekki J. Trump og innflutningsbannið:
"Vei þeim dómara er veit og sér
víst hvað um málið réttast er.
Vinnur það þó fyrir vinskap manns
að víkja af götu sannleikans."
Húsari. (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.