17.6.2017 | 12:15
Liðsheildin ræður mestu.
Á þjóðhátíðardaginn er við hæfi að fjalla um þá, sem hafa varpað skæru ljósi á land og þjóð.
Þar hafa landslið í boltaiþróttum verið áberandi á þessari öld.
Boltaíþróttir eru flokkaíþróttir og það er alveg sama hvað einn leikmaður er góður, að hann getur ekki unnið leiki einn án þess að samleikurinn, ógn frá öðrum leikmönnum í sókn og samvinna í vörn, fylgi með.
Þrjú nöfn koma upp í hugann, Gylfi Þór Sigurðsson í knattspyrnu og handboltamennirnir Ólafur Stefánsson og Aron Pálmarsson.
Gott dæmi um að afburðamaður í hópíþrótt njóti sín því aðains ao samvinna hans og annarra í liðinu séu góð, er samvinna góðs markvarðar og varnarinnar í handbolta, þar sem vörnin auðveldar markverðinum að verja skot með því að lokka skotmenn andstæðinganna til að skjóta þannig á markið, að staðsetning og viðbrögð markvarðarins nýtist sem best.
Nú gengur íslenska landsliðið í gegnum erfið kynslóðaskipti þar sem eldri leikmenn eru á lokaferli sínum í landsliði og nýir óreyndir menn að koma inn.
Slík skipti geta tekið nokkur ár, og jafnvel þótt Aron Pálmarsson njóti sín til fulls í liði, sem er örskammt frá því að vera það besta í Evrópu, er erfiðara að nýta hæfileika hans hjá landsliði sem í viðkvæmri umbreytingu.
Besta dæmið um að Íslendingur sem þá var vafalítið besti leikmaður í heimi, hafi notið sín til fulls í topplandsliði Íslands og hjá Evrópumeisturum Magdeburg, er Ólafur Stefánsson þegar hann var á hátindi ferils síns.
Í úrslitaleik Magdeburg snerist allt um Ólaf í sókn og vörn, en ástæðan fyrir því að andstæðingarnir gátu ekki tekið Ólaf úr umferð, var sú, að aðrir leikmenn voru svo góðir, að það varð líka að gæta þeirra allra til fulls.
Ef við Íslendingar værum nú með svipað gæða landslið og var í kringum Ólaf Stefánsson á sinni tíð, nytu stórkostlegir hæfileikar Arons Pálmarssonar sín betur en þeir gera nú.
Hann er óheppinn að landsliðið skuli í heild ekki vera jafn gott nú og það var þegar "silfurdrengirnir" gerðu garðinn frægan.
Segir Aron vera besta leikmann í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.