20.6.2017 | 00:21
Hítardalur og Hítará leyna á sér, en áin getur þó ekki opnað.
Hítartalur og náttúra hans var eitt af því sem kom mér verulega á óvart þegar ég fór að kynnast þessum merkilega dal, fyrst úr lofti og síðan af jörðu niðri.
Í dalnum er að finna fjölbreytilegar jarðmyndanir og land mótað af eldvirkni, og við ána niður af mynni dalsins er aldeilis magnað að sjá muninn á gróðrinum á tiltölulega litlu svæði sem vindar og líklega misjöfn beit hafa annars vegar valdi mikilli gróður- og jarðvegseyðingu en hins vegar kjarr og graslendi heldið sér vel.
Hítará fellur síðan um Mýrar til sjávar eftir að hún kemur út úr dalnum, og þótt ég þekki ekki til veiðarinnar í henni, þykir mér líklegt að hún sé mikið augnayndi með góða og gefandi veiðistaði.
En þótt hún sé mögnuð opnar Hítará ekki neitt eins og segir í upphafi tengdrar fréttar.
Það er rökleysa þegar sagt er að fjöll, ár svæði opni sig þegar þau eru opnuð af mannavöldum.
Það má deila um misjafnan málsmekk og málnotkun, en það verður þó að draga línuna varðandi það hvort orðalag sé rökleysa og vitleysa.
Flottur fyrsti dagur í Hítará | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.