20.6.2017 | 23:43
Of margir að rótast á sama svæðinu, þ.á.m Trump.
Donald Trump gagnrýndi Hillary Clinton og Barack Obama harðlega fyrir hernaðaraðstoð og aðgerðir hersins í Sýrlandi og Írak undanfarnir ár en er nú sjálfur að auka útgjöld til hernaðarumsvifa Bandaríkjahers.
Enda ekki furða, því að eftir því sem Ríki Íslams fer hallloka eykst hættan á því að Rússar, stjórnarher Sýrlands, uppreisnarmenn og Kúrdar fái miklu meira í sinn hlut af unnu landi en þeir, sem eru samherjar Bandaríkjamanna.
Þar með eykst hættan á árekstrum milli þessara fimm aðila að hernaðinum og staðan verður æ flóknari og hættulegri.
Nýr og hættulegur kafli að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.