21.6.2017 | 16:27
Lifðu af tvö flugslys á sama deginum.
Tilviljanir þegar um líf eða dauða er að tefla eru oft svo ótrúlegar, að ritskáld kæmist varla upp með það að setja það í skáldsögu.
Fyrirsögnin "lifði af flugslys en lést við björgun" er að vísu háð því að slysinu ljúki þegar björgun tekur við.
En líklega er eitt ótrúlegasta atvikið af þessu tagi þegar fjögurra sæta flugvél brotlenti á Mosfellsheiði að vetrarlagi fyrir tæpum fjörutíu árum, en flugmaðurinn og farþegarnir, finnskar konur, komust lífs af.
Send var stór björgunarþyrla frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli til að bjarga fólkinu en þegar hún hóf sig til lofts með það um borð, fataðist henni flugið, svo að hún brotlenti ekki langt frá flugvélarflakinu.
Fólkið lenti sem sé í tveimur flugslysum með stuttu millibili en lifði bæði slysin af eftir að björgunarleiðangur á landi var sendur á vettvang
Lifði af flugslys en lést við björgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.