Tvíbent tákn.

Þegar ég dvaldi í Kaupmannahöfn í sex vikur sumarið 1955 kom tvennt mér spánskt fyrir sjónir: 

Þar var danskur coladrykkur Jolly cola, eini coladrykkurinn á markaðnum. 

Og þar voru nánast engir amerískir bílar. 

Þegar ég sagði hjónunum, sem ég dvaldi hjá, frá amerísku bílunum á Íslandi og Coca-Cola, voru þau vantrúuð, einkum á hið fyrrnefnda. 

En þessi drykkur kom sem sé fyrr og af meiri krafti til Íslands en flestra annarra Evrópuríkja, enda var helsti forsvarsmaður Vífilsfells, Björn Ólafsson, ráðherra og kallaður Coca-Cola Björn. 

Þetta vörumerki er svo samgróið amerískri og vestrænni nútímamenningu, að það er víða tákn fyrir bæði gott og illt sem kemur frá Vesturlöndum. 

Í tveimur ferðum til Eþíópíu, sem er svo vanþróað land, að hagkerfi þess er álíka stórt og Íslands, þótt Íslendingar séu næstum 300 sinnum færri, vakti tvennt mikla athygli mína. 

Í landinu voru nær engar einkaflugvélar en hins vegar öflugt flugfélag, sem var stolt landsins, Ethiopian Airlines, rekið og þróað með bandarískri hjálp.

Hins vegar voru stórar Coca-Cola verksmiðjur í Eþíópíu, að það var sama hvar maður kom í landinu, jafnvel í strákofaþorp þar sem fólk og fénaður drápust vegna vatnsskorts, að alls staðar var Coca-Cola á boðstólum. 

Kannski ekki eins mikið drukkið af almenningi og hjá okkur þar sem hin skæða og heilsuspillandi tvöfalda fíkn, koffein og viðbættur sykur, eru lykillinn að vinsældum drykksins. 

Og þegar maður horfði upp á neyðina í einu þorpinu vegna vatnsskortsins, spurði maður í stíl við hinnar frönsku Maríu Antoinette forðum:

Af hverju kaupir fólkið ekki kók til að slökkva þorstann?

Og fékk einfalt svar við þessari heimskulegu spurningu: "Af því að það á ekki peninga." 

Í þessu litla dæmi felst kannski vísbending um það af hverju þessi þekktasti gosdrykkur allra tíma hefur á sér misjafnt orð. 


mbl.is Dagur fagnaði afmæli Coca-Cola á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Ég held að þetta beri vott um velmegun með neikvæðum formerkjum og hnignun mannlífs frekar en framsýni að koma með svona óþverra eins og t.d. Coca Cola inn í vanþróuð lönd eða (Ísland þar með talið), og inn í land eins og Ísland sem á vatn sem hvergi er betra. - Hrein og klár heimska mörlandans, viðskiptaleg snilld og skipulögð hnignun mannlífs borðsett. - Íslendingar eru t.d. að verða feitasta þjóð heims (enn eitt heimsmetið ?) og miðað við þá unglinga (skrúftappa-kynslóðin sem kann ekki að reima skóna sína) sem eru að vaxa úr grasi um þessar mundir, þá er þjóðfélagsleg hnignum, þekking og almenn kunnátta að hverfa og nær aldrei aftur sinni fyrri hæð. - Þetta land er á flestum sviðum á mjög hraðri niðurleið og /eða þróun mjög hæg og ætíð á eftir öllum löndum eða menningu þeirra og þróun. - Við erum ennþá með moldarvegi, kunnum ekki að byggja hús, mennta-og heilbrigðismál í sögulegri lægð, og allt sem er gert lýtur að sjálftöku og eiginhagsmunapoti sem kemur fátækum almenningi aldrei úr sporunum. - Hrein ömurð að lifa með þessu vitandi hvernig fer.

Már Elíson, 22.6.2017 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband