23.6.2017 | 14:29
Of tilfinningaþrungin umferð.
Tölur sýna að það er tvöfalt meiri lífshætta að vera ökumaður á vélhjóli en bíl, - ef báðir eru miðlungs ökumenn hvað varðar hegðun. Á myndbandi af rimmu milli vélhjólamanns og bílstjórna frá Bandaríkjunum sést að vísu ekki aðdragandi árekstrsins, en vélhjólamaður brýtur fyrsta boðorðið um hegðun á vélhjóli, með því að sparka bíl við hliðina á sér.
Það er nefnilega hægt að aka þannig á vélhjóli, að líkur á banaslysi verði jafnar því sem eru undir stýri á bíl. Fara þarf eftir fimm meginreglum:
1. Vera allsgáður. Helmingur banaslysa á vélhjólum er vegna ölvunar knapans, miklu meiri en á bíl.
2. Gera ráð fyrir að enginn sjái hjólið og að hver einasti ökumaður kunni að taka upp á einhverju óvæntu.
3. Vera með nægan öryggisbúnað, lokaðan hjálm, vélhjólaklossa og aðrar varnir.
4. Vera æfður á hjólinu.
5. Hafa réttindi á hjólið.
Með sparkinu utan í bílinn brýtur vélhjólamaðurinn reglu númer tvö.
Það að ökumaðurinn beygir snöggt fyrir hjólið er síðan í raun alvarleg árás í krafti yfirburðastöðu ökumanns bíls gagnvart hjóli.
Umferðin er oft um of þrungin tilfinningum, tillitsleysi, frekju og skapsmunum.
Myndskeiðið að ofan er ansi gott dæmi um það.
![]() |
Reiðir ökumenn ollu stórslysi (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.