23.6.2017 | 19:21
"Fúskið" er lúmskt fyrirbæri.
Einn þeirra flokka, sem standa að núverandi ríkisstjórn, gerði það að einu að höfuð verkefni sínu, að draga úr því "fúski" sem viðgengist hefði hjá ríkisstjórnum og Alþingi síðustu ár.
En fúsk er lúmstkt fyrirbæri þegar menn eru í tímahraki og glíma við skort á tíma og vinnukrafti.
Síðan hlýtur það að teljast afbrigði af fúski, að í máli, sem snertir beint lögbundið hlutverk Seðlabankans um seðlaútgáfu og seðlaprentun eigi bankinn engan fulltrúa eða aðkomu að starf nefndar um svarta atvinnustarfsemi.
Sem dæmi um að það er meira en að segja það að hætta notkun seðla, svo sem tíuþúsund kallsins, má nefna, að fyrir nokkrum dögum þurfti ég að öngla saman fyrir framleiðslukostnaði á 72ja laga fjögurra diska hljómdiskaalbúns með heitinu "Hjarta landsins - náttúran og þjóðin", - eingöngu lögum úr smiðju minni um náttúru og tengsl lands og þjóðar.
Svona framleiðsla er nú komin úr landi og verður að greiða kostnaðinn í einu lagi þegar framleiðslan hefst.
Í ljós kom, að til að borga heildarupphæðina þurfti að færa 120 þúsund krónur af kreditreikningi yfir á debetreikning til þess að þetta gæti gengið í gegn.
Þegar í banka kom varð ljóst að þjónustufulltrúar þar gátu ekki gert þetta, heldur væri eina leiðin að fara í hraðbanka, sem væri með möguleika til að leggja inn og taka út í seðlum.
Fyrst þurfti að taka upphæðina út af kreditreikningnum og síðan að leggja hana inn, seðil fyrir seðil, inn á debetreikninginn.
Í lokin var þriðja aðgerðin, að millfæra af debetreikningum.
Það var svolítið skondið að þurfa einmitt að standa í þessu seðlaveseni þegar verið var að viðra hugmyndir um að leggja peningaseðla niður.
Tíu þúsund kallinn ekki á förum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert maður Fjallabaksleiðanna, Ómar Ragnarsson.
Leigi íbúð í Búdapest og áður en ég kom hingað af Klakanum fyrir nokkrum dögum sendi ég leiguna einfaldlega með Western Union í Landsbankanum í Reykjavík, 800 evrur fyrir eins mánaðar leigu, jafnvirði um 93 þúsund íslenskra króna.
Lúxusíbúð með húsgögnum í gamla miðbænum, rétt hjá Dóná og þinghúsinu. Myndi trúlega kosta 100 milljónir króna á Klakanum og leigan þrisvar sinnum hærri í Reykjavík.
Matvæli einnig þrisvar sinnum dýrari á Klakanum. En lofthiti á hinn bóginn þrisvar sinnum meiri hér í Búda og Pest, 34 gráður í gær og 32 í dag.
Hef þó verið hér í peysu og jakka til að sýna innfæddum að mér þyki þetta nú ekki mikill hiti.
Kvöldmatur: Heineken og kryddpylsur, rauðvín og Camembert.
Stanslausar uppáferðir og alles.
Með kærri kveðju til ykkar vesalinganna,
Þorsteinn Briem, 23.6.2017 kl. 21:00
Góður Steini, góður. Kveðja til Viktors Orban.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.6.2017 kl. 22:26
Hmmmm....."steini" í ruglinu- Enn aftur er það spurningin ; Hvað kemur heimska hans greininni við ?? - Óborganlegur kjáni....Með alræmdan nafnleysingja sem stuðningsmann við vitleysunni.
Már Elíson, 24.6.2017 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.