Gildi áskorunarinnar í náttúrunni.

Nú er haldið málþing í Trékyllisvík um virkjun Hvalár og hefur verið innihaldsríkt.Árnes í Trékyllisvík

Sunnudagsmorguninn var dýrlegur þegar birti upp eins og sést á þessari mynd.  

Eitt af því sem haldið er fram er gamalkunnugt stef um að því stærri og meiri nýir vegir sem lagðir séu um verðmæt náttúrusvæði, því betra. 

Með virkjuninni komi vegur um víðerni Ófeigsfjarðarheiði sem geri fólki kleyft að fara á bílum sínum til að skoða stíflur og miðlunarlón og önnur virkjanamannvirki. 

Samkvæmt þessu væri bráðnauðsynlegt að leggja bílfæran veg um hina vinsælu gönguleið Laugaveginn. Árnes, - málþing

Í Ameríku væri talað um að leggja hraðbraut að frægasta náttúruvætti Utah ríkis, steinbogann "Viðkvæma boga" ("Delicate Arch") í Arches-þjóðgarði. 

Boginn er það mikils metinn, að hann prýðir skjaldarmerki Utah-ríkis. 

Og er einnig á framhlið bandaríska náttúrupassans, sem veitir aðgang að öllum þjóðgörðum Bandaríkjanna.  

En þar vestra er hins vegar talið mest um vert, að hver og einn fái að öðlast sem líkasta upplifun og fyrsti landneminn fékk. 

Þess vegna liggur sama gönguleiðin núna að Viðkvæma boga nákvæmlega eins og hún hefur legið frá öndverðu. 

Hún liggur að mestu á sléttum klöppum eða nógu föstu landi, að það veðst ekki upp. Náttúrupassi í heild

Hjólastólafólk hefur ekki amast við þessu, því að það er mögulegt að fara alla þessa leið á hjólastólum. 

Auðvitað er það áskorun fyrir hreyfihamlaðan að fara að Viðkvæma boga á þennan seinfarna hátt, en þess meiri er ánægjan. Hjarta landsins framhlið

Ánægjan og upplifunin við að ganga Laugaveginn er líka aðalatriðið varðandi hið stórbrotna landslag, sem leiðin liggur um, - upplifun sem ekki næst á annan hátt.  

Og þegar upp er staðið er niðurstaðan sú, - ef endilega þarf að reikna allt í peningum, - að orðspor landsins á heimsvísu vegna ósnortinnar, einstæðrar náttúru, að síðustu árin hefur þetta orðspor gefið þjóðinni mestu uppgangstíma í langan tíma.hjarta-vestfjarda

Í framhaldi af gerð 72ja laga hljómdiskaalbúmsins "Hjarta landsins - náttúran og þjóðin", - sem ætlað er að vekja athygli á hugmyndinni um stóran þjóðgarð á miðhálendi landsins, - bað ég Karl Örvarsson, hönnuð albúmsins, að útfæra á táknrænan hátt hugmynd um stóran þjóðgarð á Vestfjarðakjálkanum eftir lýsingu minni.  

Hann yrði beggja vegna Ísafjarðardjúps og teygði sig yfir innsta hluta Djúpsins°og næði norður á Hornstrandir.

Ljóst er að svona hugmynd yrði lemstruð með því að gera viðfeðma virkjun á Ófeigsfjarðarheiði, því að á okkar tímum er það klárt, að útilokað er að reisa slík virkjanamannvirki inni í þjóðgarði.

P.S.  Hinn nafnlausi Hábeinn sem stanslaust segir mig fara með rangfærslur, sem er annað orð yfir lygar, verður til þess að ég birti hérna nokkrar myndir.

Efst er mynd af heimasíðu Vesturverks þar sem upplýst er að H.S. orka eigi það stóran hlut í Vesturverki að það geti lagt í öll sín stóru verkefni á hálendi Vestfjarða, sem önnur mynd á heimasíðu fyrirtækisins sýnir.  70% hlutur er langt umfram það sem þarf til að eiga ráðandi hlut í fyrirtæki. HS orka-Vesturverk

Neðar er mynd er úr frétt af visir.is á sínum tíma um það hvernig kanadískt stórfyrirtæki stofnaði sænskt skúffufyrirtæki til að komast í gegnum EES í að eignast ráðandi HS orku.

Sænska skúffufyrirtækið var með enga aðra starfsemi en að vera leppur. 

Þar er talað um 98% hlut, og hafi sá hlutur minnkað síðan, hefur það ekki verið gert til að missa tangarhald á H.S. orku.

Ég á eftir að sýna Hábeini frekari gögn, svosem um Ross J.Beaty og um 500 megavatta virkjunina í Krýsuvík, sem ég hef ekki tök á að á taka mynd af fyrr en að fundi loknum. Krýsuvík virkjunKrýsuvík 


mbl.is Gekk einfættur á Hvannadalshnjúk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða gróðapungar frá Reykjavík eru á bak við þessa virkjun? Ekki segja mér að svo sé ekki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 13:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eru "gróðapungar frá Reykjavík" verri en aðrir gróðapungar, til að mynda þingeyskir gróðapungar?!

Þorsteinn Briem, 25.6.2017 kl. 13:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sæll Ómar. Á fimmtudögum kemur út Skráin hér á Húsavík með upplýsingum af ýmissu tagi. Í Skránni í dag má finna tilkynningu frá Þingeyjarsveit: Hólsvirkjun - Kynningarfundur. Fyrirtæki sem kallar sig Arctic Hydro hyggst reisa 5,2 MW virkjun við Fnjóská. Ertu kunnugur þessu Ómar, hvaða fyrirtæki er þetta Arctic Hydro og hvar á að nota orkuna sem framleiða skal? Eru braskarar og/eða fjárglæframenn á bak við fyrirtækið Arctic Hydro?

Ekkert óeðlilegt við það að vera fullur grunsemdar, ekki síst ef "athafnamenn" frá Reykjavík eru þarna að verki

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2016

Þorsteinn Briem, 25.6.2017 kl. 13:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.6.2017 kl. 13:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það má segja að upphafið af Arctic Hydro sé þegar Sigurbjörn Skírnisson einn af stofnendum og eigendum félagsins byggði Skarðsvirkjun lll ásamt systkinum sínum frá Skarði í Dalsmynni og syni Skírni Sigurbjörnssyni."

Þorsteinn Briem, 25.6.2017 kl. 13:53

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Follow the money" segja Ameríkanar. Hér á málþinginu hefur verið upplýst, að Vesturverk sé eign HS orku, sem aftur er í eigu Magma Energy, sem kanadískur auðjöfur á. 

Og nú er hún Heiða á Ljótarstöðum í Skaftárhreppi að tala hérna um áformin um virkjanir í Skaftárhreppi, þ. m. t. Búlandsvirkjun, en sami aðili er að henni og Hvalárvirkjun samkvæmt Gúgli Sveins á Dröngum. 

Og þar má sjá margar fleiri virkjanir sem þessir aðilar ætla að reisa, þar á meðan 500 megavatta virkjun í Krýsuvík, - ég er ekki að skálda, næstum tvöfalt stærri virkjun en Heillisheiðarvirkjun!

Þetta er margfalt stærri virkjun en nefnt hefur verið í gögnum hingað til, enda ætlað að fást við afleiðingarnar af rányrkjunni í Svartsengi og á Reykjanesi og að þjóna drauminum um risa álver í Helguvík, sem auðvitað hefur ekki verið lögð til hliðar.

500 megavatta virkjun í Krýsuvík yrði, - ótrúlegt en satt, - stærsta einstaka rányrkjufyrirbærið í sögu þjóðarinnar.   

Ómar Ragnarsson, 25.6.2017 kl. 13:59

7 identicon

Seigur Steini, seigur. Var búinn að steingleyma þessari færslu. Á eftir að leita til þín ef í erfiðleikum með "recherchieren." En gróðapungarnir í höfuðborginni eru eðlilega fjölmennari, en einnig í betri tengslum við spillta og rotna stjórnsýslu skersins. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 14:08

8 identicon

Hvaða Íslendingar, hvaða "fjárfestar" eru í Magma Energy?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 14:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jóhann Bessason á Skarði í Dalsmynni [langalangafi minn] var járnsmiður góður og er hann var að hamra hákarlaskálm í smiðju sinni árið 1881 teygði ísbjörn óvænt hvítan hausinn inn um dyragættina.

Flestum hefði brugðið við þessa sýn en Jóhann lét sér fátt um finnast og snaraðist á móti bangsa með rauðglóandi skálmina.

Bangsi hopaði undan og barst leikurinn eftir hlaðinu á Skarði, niður túnið, ofan fyrir brekkur og niður að Fnjóská, sem rann á milli skara.

Þar skildu leiðir þegar bangsi stakk sér í ána og má ætla að hann hafi kosið ískalt vatnið fremur en stungusár með sjóðheitu járninu."

"Sagt var um Jóhann Bessason að hann hafi svarað vel til hugmynda manna um útlit og atgervi Egils Skallagrímssonar.

Hann var manna vaskastur, víðkunnur að fimleik, afli, dirfsku og allri karlmennsku. Mikilúðlegur var hann ásýndum með alskegg niður á bringu og út á axlir."

"Yfirsmiður var Jóhann við smíði Laufásbæjar, sem reistur var á árunum 1866-1870. Jóhann og Tryggvi Gunnarsson réðu mestu um gerð bæjarins og útlit allt.

Laufásbærinn þótti mikið stórvirki í arkitektúr og telur Hörður Ágústsson listfræðingur framlag þeirra Tryggva Gunnarssonar og Jóhanns Bessasonar til byggingarlistarinnar á 19. öldinni vera jafngilt framlagi íslensku skáldanna á bókmenntasviðinu."

Gæti best trúað að Ómar Ragnarsson verði étinn af hvítabirni í Trékyllisvík núna um helgina.

Þorsteinn Briem, 25.6.2017 kl. 14:17

10 identicon

Hið rétta er að HS orka á hlut í Vesturverki, og Magma Energy á hlut í HS orku. HS orka á ekki Vesturverk og Magma Energy á ekki HS orku þó stórir hluthafar séu. Þetta veit Ómar Ragnarsson en kýs að beita blekkingum og höfða til útlendingahræðslu í málflutningi sínum. Hvað er að marka þannig menn?

Og hann tekur það sérstaklega fram að hann sé ekki að skálda þegar hann segir þessa aðila ætla að reisa 500 megavatta virkjun í Krísuvík. Þegar hið rétta er að HS-Orka hafi undanfarin áratug skoðað þann möguleika að virkja allt að 100 megavött á Krísuvíkursvæðinu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 14:45

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vesturverk ehf. áformar að reisa virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði

"Eigendur VesturVerks eru HS-Orka, Gunnar G. Magnússon véltæknifræðingur, Valdimar Steinþórsson rekstrarfræðingur og Hallvarður E. Aspelund arkitekt.

VesturVerk hefur gert samning til 60 ára við alla landeigendur í Ófeigsfirði um nýtingu vatnsréttinda til virkjunar Hvalár og Rjúkanda.

Auk þess hafa eigendur VesturVerks keypt hluta jarðarinnar.

VesturVerk hefur einnig gert samning við eiganda jarðarinnar Engjaness í Eyvindarfirði um nýtingu vatnsréttinda Eyvindarfjarðarár vegna mögulegrar stækkunar Hvalárvirkjunar.

Land Ófeigsfjarðar liggur að landi Engjaness í Eyvindarfirði og helmingur vatnsréttinda sem tilheyrir mögulegri stækkun virkjunarinnar er í eigu eiganda Engjaness."

Hvalárvirkjun

Þorsteinn Briem, 25.6.2017 kl. 15:01

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fundurinn hérna er í miðjum klíðum en strax eftir hann skal ég sýna Hábeini "rangfærslu" mína og "blekkinga" eins og þær birtast á Google. 

Ómar Ragnarsson, 25.6.2017 kl. 15:14

13 Smámynd: Már Elíson

Tekur því Ómar ? - Ertu að láta fábjána taka þig á taugum ??

Már Elíson, 25.6.2017 kl. 19:51

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er að sjálfsögðu undantekning, því að ég ætla ekki að láta þennan mann fá mig til að eyða því sem ég á eftir af ævinni til þess að eltast við hann endalaust. 

Ómar Ragnarsson, 25.6.2017 kl. 21:33

15 identicon

Segðu satt og þú losnar við að eltast við mig endalaust. Furðulegt hve þú átt erfitt með það.

Hið rétta er enn að HS Orka á ekki Vesturverk og Magma Energy á ekki HS Orku þó stórir hluthafar séu. Þetta hefur Ómar Ragnarsson ekki geta hrakið og er því sekur um að beita blekkingum og rangfærslum. Hvort fyrirtæki eigi meirihluta, sé leppur eða skúffufyrirtæki, sé skráð í Svíþjóð eða eitthvað annað skiptir engu máli og er bara tilraun til að blekkja og afvegleiða enn frekar. HS Orka á ekki Vesturverk og Magma Energy á ekki HS Orku þó Ómar haldi öðru fram.

Og enn er ekki gert ráð fyrir 500 megavatta virkjun á Krýsuvíkursvæðinu þó talið sé að svæðið geti gefið allt að 500 megavöttum í raforku. 500 megavatta virkjun Ómars er því skáldskapur þó hann segist ekki skálda.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 00:19

16 identicon

eigum við ekki bara að malbika til evrópu ef við tökum rök ómars um laugarveigin það mindi minka meingunarspor íslands mikið. öfgar í náttúruverd eru líka af því slæma. en tökum dæmi um árneshrepp. en bólar þar ekkert á ferðamönum þar nem um á bjargræðistíman. eflaust mætti auka búsetu með auknu netsambandi en hvalárvirkjum og teingtar stýplur eru auknar tékjur til hreppsins. raforkuöryggi til ísafjarðar ef þettað er snirtilega gwert hefur þettað skamtíma áhrif á umhverfiðþað síndi sig við þíngvallavatna urriðin þar fann sér nýja staði,en eflaust vill ómar hafa reykjavík og fyrir álverið í straumsvík straumleisi með reklulegu millibili ómar ætti kanski að rifja upp hvernig köld jólasteik var á bragðið. þegar menn hafa það svo gott sjálfir að þeir géti ekki sett sig í spor annar er það ekki góð skilaboð inní þjóðfélagið. nú um stundir eru menn að vorkenna fólki í afríku sem er við hungurmörk vegna dátæktar en sama fólkið vill fá þessar vorur sem framleidar eru í fátæku löndunum á sem lægstu verðum. hvað skildi kakkótínlumaður í afríku sem fær um 1.dollar á tíman ef hann mindi hækka um 100% skildi hann ekki getað lifað betri lífi hvað skildi kakkóbaunin hækka mikkið í bolla hjá okkur ómari.  snirtileg nanvirki eiga eki að koma að sök í landslagi. berkvatnsár eru skári en jökulár vegna framburðar aurs úr jökulánum sem flitja næríngareni til sjávar. nú þarf að skoða vel breitíngar fyrir austan hvernig nýr farvegur niður lagarfljótið hefur áhrif á náttúruna og læra af því

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 09:09

17 identicon

Sæll Ómar.

Það hitta allir ofjarl sinn fyrr eða síðar
og í stað þess að bregðast við því með
geðvonsku er miklu skynsamlegra að gleðjast
yfir þeim yfirburðum og t.d. njóta þeirrar
rökfestu og snilldar sem svo oftlega
birtist í þeirri stílfræðilegu fegurð sem Hábeinn beitir
í ræðu sinni.

Husari. (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband