26.6.2017 | 01:10
Líka fallegast vestanlands í kvöld?
Hafi verið hlýjast vestanlands í dag var líklege einnig fallegast í þeim landshluta.
Á leiðinni frá Árneshreppi suður til Reykjavíkur varð að stansa hvað eftir annað til að taka myndir í hinu fallega veðri.
Hef þá síðustu fyrst, sólin að síga á bak við Ljósufjöll, sem gnæfa í baksýn þegar horft er yfir Borgarfjörð og Mýrarnar.
Leiðin norður í Árneshrepp liggur um lélegan veg, en landslagið er því fallegra og stórbrotnara.
Set því inn mynd af veginum þar sem hann liggur undir Reykjarfjarðarfjalli inn í botninn, en Búrfell situr uppi á hálendinu þar inn af.
Þetta gæti verið mynd í vegahandbók eða ferðariti.
Neðsta myndin að þessu sinni er síðan af einhverju fallegasta bæjarstæði á Íslandi að mínum dómi, Gjögri, þar sem brýnt væri að varðveita húsin óbreytt, því að þau eru svo vinaleg.
Fegurð bæjarstæðisins helgast af fjöllunum hinum megin við Reykjarfjörðinn.
Hvert öðru reisulegra, Byrgisvíkurfjall, Burstarfjall og innar, fyrir utan myndina eru Reykjarfjarðarkambur og fleiri tignarleg fjöll og tindar.
Hlýjast vestanlands í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sannarlega fallegt á Ströndunum - Minn uppáhaldsstaður á landinu.
Már Elíson, 26.6.2017 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.