26.6.2017 | 09:04
Hagsmunir og návígi skapa óyfirstíganlega viðkvæmni og sárindi.
Erfiðustu og stærstu deilumálin í samfélagi okkar líða fyrir ýmislegt, en þó einkum þrennt:
Tvær orsakir og stóra afleiðingu: 1. Stóra peningalega hagsmuni. 2. Mikið návígi í litlu samfélagi. 3. Afeiðinguna, óyfirstíganlega viðkvæmni og sárindi.
Helstu stórmálin líða fyrir þetta, svo sem fiskveiðistjórnarkerfið, stjórnarskráin og virkjanamálin.
Í öllum málunum koma stór og öflug valdaöfl við sögu sem eru hafa yfirleitt yfirhöndina í krafti peninga, valdaaðstöðu og getunnar til að ráða atburðarásinni þannig að mótaðilinn er yfirleitt of seinn og lendir alltaf í því að vera að bregðast við.
Ég er enn að jafna mig eftir merkilegt málþing, sem fram fór í Árneshreppi um helgina, litlu 50 manna samfélagi dásamlegs fólks á flesta lund, sem bætti við fyrri góð kynni af yndislegu umhverfi og ljúfum og heillandi áhrifum þess á samfélagið.
En viðfangsefni málþingsins minnti óþyrmilega á upplifun af samskonar uppákomum í mörgum sveitarfélögum víða um land í gegnum árin, þar sem deilur um eitt stórmál, sambúð manns og náttúru, klauf fólkið og samfélagið, ættir og fjölskyldur í herðar niður, svo að það gekk mjög nærri því.
Mér er kunnugt um fólk á Austurlandi sem missti heilsuna á meðan á þessum harðvítugu átökum stóð.
Dagsrkáin á málþinginu í Árneshreppi leiddi í ljós mikinn vilja þar um slóðir til þess að láta ekki deilur og rökræður spilla fyrir þeirri vináttu sem svona fámennt samfélag við erfið skilyrði skapar.
En jafnframt kom í ljós hve langt þeir eru komnir sem ætla að sveigja Vestfirðinga frá hugmyndum um þjóðgarða og verndarnýtingu helstu náttúruverðmæta fjórðungsins.
Einnig kom í ljós að umræðan öll er á svipuðu plani og var í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld og í Noregi fyrir 30 árum.
Til dæmis að hægt verði að gera virkjanasvæðin jafnframt að þjóðgarði. Slíkar hugmyndir voru uppi fyrir heilli öld í Bandaríkjunum, en eru óhugsandi á okkar tímum.
En um það er ákaflega lítil vitneskja hér á landi.
Einnig kom vel í ljós á þessu málþingi hverjir það eru raunverulega sem ætla sér að græða á virkjanastefnunni og að þegar virkjanirnar verða komnar í gagnið, skapi þau engin störf á svæðinu sam hýsir virkjunina, gagnstætt því sem raunin hefur verið varðandi þjóðgarða.
Ég vísa til bloggpistils frá í gær um það efni.
Fulltrúar Landverndar stóðu sig mjög vel í því að flytja af yfirvegun og rósemd fróðleik um eðli og gagnsemi þjóðgarða, en mikið verk er óunnið við að koma þekkingunni og umræðunni á það plan sem hún er erlendis.
Greinilegt er að "áunnin fáfræði" hefur skekkt mjög umræðuna hér á landi um þessi mál.
Þess má geta að árið 2002 lýsti Kjell Magne Bondevik þáverandi forsætisáðherra Noregs því yfir, að tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn þar í landi, þrátt fyrir geysimikið óvirkjað vatnsafl.
Síðan eru liðin 15 ár, en hér á landi erum við með rúmlega 80 nýjar virkjanir í undirbúningi.
Einn liðurinn í því er að fjársterkir aðilar hafa keppst við að kaupa upp "virkjanajarðir" hér og þar á landinu, líkt og gert hefur verið í Árneshreppi. Líka jarðir á virkjanasvæðum, sem hafa farið í verndarflokk.
Virkjanirnar, sem Norðmenn eru hættir við, eru einkum svonefndar "þakrennuvirkjanir" í líkingu við Kárahnjúkavirkjun og virkjunina á Ófeigsfjarðarheiði, en miklar áætlanir um slíkt á hálendi Noregs voru uppi fyrir 50 árum.
Þessar virkjanir á svæðum bergvatnsáa eru að vísu tæknilega afturkræfar, en í raun er það viðfangsefni að rífa niður stíflur og mannvirki svo stórt, að komandi kynslóðir standa frammi fyrir gerðum hlut.
Með því er unnið gegn sjálfbærri þróun og jafnrétti kynslóðanna.
Þegar deilurnar um sjávarútveginn, virkjana- og stóriðjumálin og stjórnarskrána eru skoðaðar, er aðdáunarvert hvernig tókst að gera Þjóðarsáttina svonefndu árið 1990.
Ósætti innan veiðigjaldanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þegar sveitarfélag sem hefur ekki efni á skóla er ílla statur. þarf innspítíngu virkjun borgar fasteignagjöld og eflaust í framtíðinni gjald fyrir lónið sjálft. það hefur sint sig í grafníngi og holtareppí her á suðurlandi. menn virkja ekki bara að gamni sínu ein virkjun er milljarða framhvæmd ef hún er kommin uppí áhveðna stærð. deilur eru í samfélögum verða þrátt fyrir virkjanir. hvað gera heimamenn ef hreppurinn ber hvort sem er í eyði sem virðist vera að gerast í árneshreppi með virkjun verður hugsanlega hægt að lifa í hreppnum á kosnað sveitarfélagsins. hvort þjóðgarður og virkjun eiga saman veit ég ekki sé ekki gullið í þjóðgarðinum. nema að ríkið vilji borga aðstöðugjald fyrir þjóðgarðinn.það er allnokkur munur á noreigi .u.s.a. og íslandi hvenig eignamindun lands er. svo það er erfit að bera þessi lönd saman. virkjuna stóra virkjana er liðinn í noregi en hvað eru þeir búnir að virkja mikið áður byyruðu mikklu fyr en við. má segja fyrst reykjavík hefur næga orku þá þarf ekki að virkja annarstaðar. hvað skildi vera mikil náttúrspjöll að flita orku frá grunnetinu til ísafjarðar þar þarf að leggja nýja línu sú sem nú er orðin úrségeingin. senilega hefur sú lína eingin umhverfisáhrif. er víst að normenn séu hættir við þessar virkjanir. nú þegar þeir eru hættir við rammaáætlun sína sem betur fer.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 10:08
um nokkuð sem við ómar gétum verið samála umað legja grunetið einsog það er hugsað í dag e fyrst og fremst hugsað fyrir sæstreing til evrópu að hafa flutníngsgétuna svona mikla er óðarfi mætti leggja stæri hluta í jörð eflaust stæðstan hluta spreingjusandslínu blöndulínu sem á síðan að fara upp bárðardal er svolítið skrítið ef ekki á að gera sæstreing þar sem þessir streingir mætast er stutt í alla landöku sæstreings hvar sem hann kemur að austurlandi tilviljun held ekki
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 10:36
Eina varanlega fjárhagslega hagræðið af þessari virkjun er metið á 15 milljónir króna. Það samsvarar tveimur heilsársstörfum.
Vitað er að sveitarfélög standa og falla með fjölda kvenna á barneignaaldri, og í Árneshreppi eru þær aðeins tvær.
Og vitað er að þjóðgarður skapar fleiri störf sem henta konum á þessum aldri en virkjanir.
Ómar Ragnarsson, 26.6.2017 kl. 13:55
no.3 edlaust rétt einsog staðan er í dag en hugsanleg málaferli við kárahnúka breitir því en við vitum báðir að tvö heilsárstörf þíðir ekki endilega 2.maneskjur þettað gæti níst með t.d sauðfjárbúum sem uppót á tékjum. tékjur af þjóðgarði koma aðalega með tvenum hætti annarsvegar frá ríkinu. og hinsvegar frá ferðamönum. ríkið virðist skorta peníng nú um stundir. og ferðamaðurinn virðist koma mest frá isafirði. fyrst við gétum ekki keypt brauð, afhverju borðum við þá ekki kökkur í staðinn. ef á að leggja niður byggð í árneshreppi án baráttu gott og vel en eflaust er þettað sjáfhætt því það þarf þó nokkurn manskap í smalmenskur eða góða hund á svæðið. svo verði okkur að góðu tófan hlítur að gleðjast yfir því
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.6.2017 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.