Ástandið á Reykjanesskaga áfram ömurlegt.

Þegar farið var í vettvangsferðir vegna frétta og þátta um Reykjanesskagann á níunda og tíunda áratug síðustu aldar kom það mörgum í opna skjöldu að sjá, hve hörmulega þessi landshluti var leikinn varðandi beit og uppblástur og herfilegar skemmdir á gróðri og umhverfi af völdum jeppa, vélhjóla og annarra samgöngutækja. 

Nú, meira en þrjátíu árum síðar, mætti ætla að ástandið hafi lagast, en enda þótt það hafi gert það á einstaka svæðum, hafa bara önnur svæði orðið verr úti, allt frá Mosfellsdal, Mosfellsheiði og Þingvallavatni í norðaustri og út eftir öllum skaganum.Eldvörp. Grindavík í fjarska. 

Ofan á þetta hefur það bæst, hvernig sæmilega varfærin sókn í nýtingu jarðvarma í upphafi, hefur færst hratt í aukana og birtist nú ekki aðeins í mikilli ágengni og beinni rányrkju, heldur áformum um að gera allt svæðið frá Svartsengi suður til sjávar fyrir vestan Grindavík að allsherjar virkjanasvæði í örvæntingarfullri baráttu við hið óhjákvæmilega hrun svæðisins. 

Á loftmyndinni sést hluti gígaraðarinnar og Grindavík og ströndin þar vestur af í fjarska. 

Í þessar herför verður vaðið yfir rúmlega tíu kílómetra löngu gígaröðina Eldvörp, eins og sjá má á heimasíðu þeirra, sem þarna eiga hlut að máli, en slíkar gígaraðir frá því eftir ísöld, er hvergi að sjá á þurrlendi jarðar nema á Íslandi. 

Og það þarf að fara alla leið norðaustur fyrir Friðland að Fjallabaki til að sjá annað eins. 


mbl.is Sárin í mosanum grædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þarna gétum við ómar verið samála er hræddur um réykjanesskagan. en af öðrum ástæðum en ómar þarna eru flekaskil sem mun á einhverjum tímabunkti gjósa á ef menn raska mikkið undirlaginu gæti það flytt ferlinu. því stór hluti af skaganum er á floti, keflavík er senilega örukasti staðurin á nesinu og hann mun enda á snæfelsnesi því hnn er á öðrum fleka að mér skilst. það er nokkuð erfitt að láta hveravirkjanir falla inní umhverfið ólýgt vatnsvirkjunum.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.6.2017 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband