Hús á stærð við Ólafshöllina í Þrándheimi hefði hentað vel.

Ólafshöllin í Þrándheimi var margfalt ódýrari en Harpa en þjónar samt því svæði erlendis sem er næstum alger samsvörun Reykjavíkur og Suðvesturlands, því að Þrándheimur og Þrændalög eru með svipaðan mannfjölda, veðurfar, breiddargráðu og menningu. 

Stóri salurinn í Ólafshöllinni er að vísu aðeins minni en Eldborgarsalurinn og það er aðeins einn smærri salur í byggingunni. En völ er á fleiri sölum í grenndinni og sambyggt við Ólafshöllina eru hótel og verslanir, og fleiri þjónustumiðstöðvar í grenndinni. 

Stóri salurinn í Ólafshöllinni hefur þann kost, að hann var hannaður í leiðinni sem óperuhús. 

Ólafshöllin er dæmi um mannvirki fyrir flutning listar og andlegra verka, sem er ekki svo dýr, að dýrmætir fjármunir fari að óþörfu í annað en listina sjálfa, svo sem rekstur, viðhald og fjármagnskostnaður.

Að þessu leyti voru Útvarpshúsið og Harpa líkast til of stór í upphafi.

En taka verður því að sjálfsögðu sem gerðum hlut og bæði húsin eru falleg, þótt verið sé að byrgja fyrir Útvarpshúsið á alla vegu um þessar mundir og gera það að bakhúsi. 

Hluti af stærð Hörpu fólst í því að um 40% af byggingarkostnaði var greiddur af útlendingum, sem voru hlunnfarnir í bankahruninu. 

Það er svo sem ekkert til að státa sig af fyrir okkur Íslendinga. 

 

 


mbl.is Harpa ekki lengur miðpunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa er í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar og hefur verið rekin með "tapi" vegna hárra fasteignagjalda, sem renna til Reykjavíkurborgar, annars eiganda hússins.

Undirritaður hefur lengi stundað að færa fé á milli vasa í buxum sínum, þannig að báðir vasarnir eru reknir með tapi.

Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 15:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.1.2013:

Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára


1.7.2010:


Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar


Heildarkostnaður
vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.

Tekjur
vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.

Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 15:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Salirnir í Hörpu eru langt frá því að vera gríðarlega stórir en lofthæðin í glerhjúpi hússins er mikil.

Undirritaður býr nú í gamalli íbúð í miðborg Búdapest, þar sem lofthæðin er um fjórir metrar en það sem mestu máli skiptir er nýting fermetrafjöldans, sem er afbragðsgóð.

Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 15:53

4 identicon

Olavshallen er meira að segja það vel sniðin að íslenskum aðstæðum að forstjórinn er Íslendingur ...

Matthías (IP-tala skráð) 27.6.2017 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband