27.6.2017 | 18:09
Fullkomnar mótsagnir.
Skyndilega sprettur fram hugmynd um miklar framfarir í sjúkraflutningum sem byggist á litlum þyrlum.
Ekkert er minnst á fjárhagslegt umhverfi þessarar nýju og nauðsynlegu þjónustu á sama tíma sem Landhelgisgæslan hefur verið svelt árum saman og er það enn.
Fyrstu áratugir þyrlureksturs hjá Gæslunni voru erfiðir og óhöpp tíð.
Þyrlurnar voru of litlar og það tók sinn tíma að læra af reynslunni og byggja upp þekkingu og reynslu.
Gæslan átti eina minni þyrlu en Super Púmurnar en varð að láta hana frá sér vegna skelfilegs niðurskurðar.
Nú eiga allt í einu að vera til nógir peningar eða hvað?
Að sjálfsögðu á að stækka og breikka flugflota Gæslunnar og hafa allt sjúkraflugið, á sjó og á landi hjá þeim sem bestu reynsluna og yfirsýnina hafa.
Annað er "galið."
Segir galið að taka flugið frá Gæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þessi hugmynd kemur frá ungum lækni sem finnst þetta spennandi og skemmtilegt og aukavinnupeningurinn góður. Og fær fullt af athygli og umfjöllun í fjölmiðlum sem nenna ekki að skoða og kynna sér málin í þessu máli frekar en öðrum. Í þeirri von að það komi stjórnvöldum illa. Allir fréttatímar í sjónvarpi, m.a.s. RÚV snúast orðið um "hvað ætla stjórnvöld að gera í því!?".
Við búum víst á Íslandi en ekki í Sviss. Þetta má sosum fara til einkaaðila eins og þar. Og þá borgar þú eða tryggingafélagið þitt feitan pening fyrir hverja björgun.
Við skulum hafa trú á Gæslunni og það sé verið að sinna málum þar eftir bestu getu miðað við íslenskar aðstæður.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2017 kl. 20:09
Í langflestum tilfellum eru sjúklingar fluttir með sjúkrabíl að Landsspítalanum af öllu höfuðborgarsvæðinu.
Þar að auki eru sjúklingar á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi nú þegar fluttir á Landspítalann með þyrlum.
Og í fjölmörgum tilfellum eru sjúklingar á öðrum landsvæðum einnig fluttir þangað með þyrlum, auk allra þeirra sem sóttir eru af hafinu allt í kringum landið í alls kyns veðrum.
"Fastur kostnaður flugsviðs Landhelgisgæslunnar er um 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.
Það þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."
Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10
Steini Briem, 14.11.2013
Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 20:51
Þyrlur eru notaðar hér nú þegar í miklum mæli, til dæmis til að sækja slasaða menn langt út á haf, og það oft í slæmum veðrum. Einnig upp á hálendið og ekki eru nú margir flugvellir uppi á hálendinu eða í hverjum dal allt í kringum landið.
Ef maður slasast til dæmis alvarlega í Skíðadal í Dalvíkurbyggð, sem hefur nú komið fyrir, yrði hann sóttur þangað á þyrlu en ekki flugvél, og þyrlum mun fjölga hér með aukinni velmegun á næstu áratugum, eins og ætlunin hefur verið undanfarin ár.
Rúmlega 70% þjóðarinnar búa við sunnanverðan Faxaflóa, frá Akranesi að Garði, og þurfi að flytja fólk á Landspítalann er það flutt þangað með sjúkrabíl eða þyrlu en ekki flugvél. Og margt slasað fólk hefur verið flutt á Landspítalann af Suðurlandi með þyrlu en ekki flugvél, til dæmis fólk sem slasast hefur í umferðarslysum.
Við þurfum því engan veginn heilan flugvöll við Landspítalann. Þar er nóg að hafa þyrlupall, líkt og þann sem er við Landspítalann í Fossvogi, áður Borgarsjúkrahúsið.
Steini Briem, 4.11.2009
Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 20:52
Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna frá Reykjavík sjúkraflugi á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi og langflestir Íslendinga búa á þessu svæði.
Einnig sjúkraflugi á hafinu allt í kringum landið.
Og þar að auki sjúkraflugi sem ekki hefur verið hægt að sinna með flugvél frá Akureyri, til að mynda á Vestfjörðum.
Ísafjörður er nær Reykjavík en Akureyri og Vestmannaeyjar eru mun nær Reykjavík en Akureyri.
Landhelgisgæslan á nú þegar góða sjúkraflugvél og getur allt eins átt sjúkraflugvél á Akureyri, enda vill Gæslan nú sinna öllu sjúkraflugi hér á Íslandi og á hafinu í kringum landið.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar geta flogið á um fimm kílómetra hraða á mínútu en flugvél Gæslunnar, TF-SIF, getur flogið á átta kílómetra hraða á mínútu.
Flugvélin er sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs, hún þolir 36 hnúta hliðarvind (67 km/klst), þarf einungis 1.300 metra langa flugbraut og flugþolið er tíu klukkustundir.
Steini Briem, 14.11.2013
Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 20:54
"... nýju vélarnar geta flogið allt að 25% hraðar en Fokker F50 vélarnar."
Innanlandsflugið verður hugsanlega fært frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar með skemmri flugtíma í innanlandsfluginu og hraðlest á milli vallarins og Reykjavíkur.
Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 20:59
15.12.2015:
"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár."
"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.
Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.
Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur eftir átta ár
Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 21:02
16.5.2017:
Háskólasjúkrahús einnig á Akureyri
Þorsteinn Briem, 27.6.2017 kl. 21:17
Super Puma kemst raunar ekki hraðar í farflugi en 4,5 km á mínútu en er að jafnaði flogið 4 km á mínútu.
Hraðast kemst Dash Q400 11 km/ á mínútu.
Ómar Ragnarsson, 28.6.2017 kl. 01:12
"... þar sem meginhlutverk Landhelgisgæslunnar er leit og björgun á sjó."
Ég hélt að meginhlutverk Landhelgisgæslunnar væri löggæslueftirlit á sjó, sem sagt lögregla.
Jóhannes (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 01:14
senilega veit gæslan hvaða þyrlur eru henthugar en eflaust má brufa minni þyrlur, það eru til þyrluleigur sem eflaust haf þessar sérstöku sjúkraþyrlur. þð þarf ekki að kaupa til þess að sjá hvor þær henta, er ekki svipað veðurlag í g0mlu tekkóslóvakíu mikklir sviftivindar við fjöll
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 08:33
Er ekki hér verið að blanda hlutum svolítið saman? Leit og björgun LHG er annað en þeir sjúkraflutningar með þyrlum sem fjallað er um í skýrslunni. Þar er í raun verið að leggja til að þyrlur komi að hluta til í stað sjúkrabíla, þar sem það á við t.d. á suður- og vesturlandi. LHG sér auðvitað áfram um hið sérhæfða leita- og björgunarstarf sem nú þegar er sinnt.
Halldór (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.