Hvað um klæðningar í öðrum löndum en Bretlandi?

Þegar hafður er í huga fjöldi þeirra háhýsa í Bretlandi, sem þegar hefur verið upplýst um að vera með eldfimar klæðningar, er sérkennileg sú þögn sem ríkir um svipuð hús í öðrum löndum. 

Bretar eru innan við 10% Evrópubúa og hér á landi hefur verið upplýst um svipaðar klæðningar á húsum, en þó ekki jafn háum og í Bretlandi. 

Kom fram í fjölmiðlaumfjöllun um þau, að húsin væri það lág að ekki væri hætt á viðlíka hamförum og í London og þar af leiðandi ekki hættu á manntjóni. 

Raunar kallar það svar á nánari útskýringu af hverju hægt sé að sætta sig yfirleitt við klæðningar sem séu lítt eldþolnar. 

Og á öld mikilla alþjóðlegra viðskipta þar sem Bretland hefur enn ekki gengið úr ESB má furðu gegna ef hvergi finnist annars staðar en hjá Bretum klæðningar af þessu tagi á svipuðum húsum. 


mbl.is 120 háhýsi standast ekki kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband