Asnaleg hefð fyrir skráningum á lögheimilum þingmanna.

Það eflir ekki hið litla álit og traust almennings á Alþingi hvernig þingmenn hafa flutt lögheimili sín út á land til þess að krækja sér aukreitis í á aðra milljón króna í styrk vegna þess hve þeir eigi heima langt frá Reykjavík. 

Mörg dæmi eru um þetta og meira að segja flutti fjármálaráðherra í einni af fyrri ríkisstjórnum, sem sannanlega hafði dvalið frá fæðingu allan sinn aldur á höfuðborgarsvæðinu, lögheimili sitt út á land af því að hann var skráður þingmaður viðkomandi landsbyggðarkjördæmis. 

Var hann þó vörslumaður ríkissjóðs, sem borgaði þennan kostnað. 

Merkilegt er að löggjafinn skuli ekki geta fundið skárri aðferð til að jafna aðstöðumun þingmanna en þessa. 

Til dæmis vaknar sú spurning, hvort þingmenn, sem eiga lögheimili á eyðibýli, geti leigt þau út á meðan þeir eru að reka erindi sín á raunverulegum heimaslóðum. 

Hugsanlega er það löglegt, þótt það sé augljóslega siðlaust. 

Vitað er að reynt hefur verið að jafna aðstöðumun vegna ferðalaga út í kjördæmin á annan hátt, og ætti þá að leita leiða til þess að gera það á beinan og gagnsæjan hátt í stað þessarar lögheimilsaðferðar. 

 


mbl.is Í orlofi á heimili Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"4. gr. Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn.

Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, til dæmis vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs."

"Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra."

Lög um lögheimili nr. 21/1990

Steini Briem, 19.4.2013

Þorsteinn Briem, 30.6.2017 kl. 14:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður að fara að lögum eins og allir aðrir og samkvæmt þeim á hann að eiga lögheimili þar sem hann dvelst meirihluta ársins.

Alþingi starfar meirihlutann af árinu og því er augljóst að Sigmundur Davíð býr áfram meirihlutann af árinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hann er nú þegar þingmaður og verður það að sjálfsögðu áfram eftir alþingiskosningarnar í þessum mánuði.

Það er beinlínis heimskulegt að halda öðru fram.


Og jafn heimskulegt að halda því fram að Sigmundur Davíð muni búa allar helgar og í öllum öðrum fríum austur á Fljótsdalshéraði.

Þar að auki þurfa alþingismenn að vera á alls kyns fundum í húsakynnum Alþingis um helgar og aðra "frídaga".

Þingmenn þurfa einnig að sinna sínu starfi á höfuðborgarsvæðinu um helgar og í öðrum "fríum" fyrir þann stjórnmálaflokk sem þeir eiga aðild að, Sigmundur Davíð er formaður síns flokks og verður að öllum líkindum einnig ráðherra næstu fjögur árin.

Og það er gagnslaust að hafa lög ef menn fara ekki eftir þeim, hvað þá alþingismenn.

En sumum finnst það greinilega sjálfsagt.

Steini Briem, 19.4.2013

Þorsteinn Briem, 30.6.2017 kl. 14:55

3 identicon

Einn maður eitt atkvæði  !

Málið dautt  !

Allir eru fulltrúar allra  !

Jón (IP-tala skráð) 30.6.2017 kl. 14:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bjó í Reykjavík áður en hann flutti nýlega í Garðabæinn og hafði því engan veginn haft fasta búsetu á Austurlandi þegar hann varð þingmaður fyrir Reykjavík árið 2009.

Flutningur lögheimilis Sigmundar Davíðs til Austurlands árið 2013 var því ólöglegur, enda augljóst að hann myndi ekki dveljast þar meirihluta ársins.

19.4.2013:

Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands

Þingmenn
og fleiri hafa kvartað undan því að fólk sem í raun býr saman "svindli á kerfinu" með því að tilkynna um lögheimili á sitt hvorum staðnum.

Hins vegar hefur það valdið mörgum vandræðum að börn geti ekki átt lögheimili hjá báðum foreldrum sínum, sem ekki búa saman, þegar börnin búa til skiptis hjá þeim.

Og það er mikil skömm að því þegar þingmenn fara ekki sjálfir að lögum um lögheimili, sem hafa valdið mörgu fólki miklum vandræðum.

Steini Briem, 20.4.2013

Og ekki batnar það þegar sumir vilja greinilega að maður sem býr í Garðabæ en á lögheimili á Austurlandi verði borgarfulltrúi og helst borgarstjóri í Reykjavík á næsta ári.

Þorsteinn Briem, 30.6.2017 kl. 15:26

5 identicon

Spillingarbangsinn virðist komast upp með allan andskotann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.6.2017 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband