1.7.2017 | 12:34
Er svipað að gerast hér og í borgum Evrópu fyrir 60 árum?
Eftir Seinni heimsstyrjöldina fór einskonar faraldur um Evrópu við uppbyggingu stórskemmdra borga af völdum loftárása.
Þessi bylgja fór víðar um miðja síðustu öld og gósentíð var fyrir arkitekta að hanna stórhýsi í anda tískustrauma í formi stein- og glerkassa, svo að stefnur eins og fúnkisstíllinn gætu notið sín.
Í Reykjavík er Morgunblaðshöllin ágætis dæmi en litlu munaði að Bernhöftstorfan yrði jöfnuð við jörðu og reistur þar stór steinkassi fyrir stjórnarráð Íslands.
Stokkhólmur var meðal þeirra borga í Evrópu sem fékk að kenna á þessu fyrirbæri, og er það margra mál að þar hafi verið gengið of langt og að miðborgina skorti nú þann sjarma sem hún hafði áður, og til dæmis Prag hefur í krafti þess að hafa sloppið við loftárásir og andlausra nýbygginga.
Nú, hálfri öld eftir að steintröllabylgjan stöðvaðist um sinn hér á landi, virðist hún hafa líkt og risið sem holskefla af hafi, ætt inn í höfnina og hrúgað upp allt of háu og fyrirferðarmiklu steinferliki.
Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á þessar fyrirætlanir en það mistókst.
Þetta gerist á söguslóðum landnáms Ingólfs, sem þar með verða um aldur og ævi að engu metnar á þessum stað.
Ýmsir heillandi möguleikar til þess að gera svæðið að sögustað en reisa þó byggingar við hæfi, fengu aldrei að komast að.
Sundurgrafinn miðbær séður úr lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var meðal öflugustu manna, sem ollu straumhvörfum í hugsun okkar varðandi skipulag og byggingar í Reykjavík þegar hann kom heim með fjölmargar myndir og gögn um reynslu annarra þjóða varðandi slík mál og sýndi þær og útskýrði í sjónvarpi."
Sigmundur Davíð var ekki einu sinni fæddur þegar Torfusamtökin voru stofnuð.
Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar og náfrændi minn, hefur hins vegar haft mikil áhrif í þessum efnum.
Steini Briem, 22.7.2015
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:29
Fjöldinn allur af gömlum húsum hefur verið gerður upp og er verið að gera upp í miðbæ Reykjavíkur án atbeina Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, til að mynda við Aðalstræti, Hafnarstræti, Austurstræti, Kirkjustræti, Lækjargötu, Skólavörðustíg, Laugaveg og Hverfisgötu.
En menn njóta þess nú ekki mikið að skoða þessi uppgerðu hús akandi framhjá þeim til að kanna hvort þeir sjá þar einhverja sem þeir þekkja, þegar menn eiga að hafa augun á götunni.
Hins vegar er sjálfsagt að reisa gosbrunn í Tjörninni í líki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þar sem hann pissar út í loftið í samkeppni við brunnmíginn í Brussel, Manneken Pis.
Og Ómar Ragnarsson er áreiðanlega tilbúinn að kosta smíði og rekstur þessarar afsteypu átrúnaðargoðsins.
Steini Briem, 22.7.2015
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:30
Næstu hús við byggingarreitina sitt hvoru megin við Geirsgötuna eru stórhýsi á íslenskan mælikvarða, Harpa, Seðlabankinn og Tollhúsið.
15.5.2015:
"Framkvæmdir eru hafnar við Tollhúsið í Reykjavík en þar verða reistar áttatíu íbúðir auk verslunar- og skrifstofuhúsnæðis."
Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:32
Stórt bílastæði var á þessum óbyggða reit neðan við Arnarhólinn og ekki hefur mátt hrófla við bílastæðum án þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson skæli sig í svefn.
Arnarhóll, Hörputorg, Lækjartorg, Ingólfstorg, Austurvöllur og Hljómskálagarðurinn eru opin svæði, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson geta spriklað að vild en sjást ekki gangandi í miðbæ Reykjavíkur.
Steini Briem, 27.8.2015
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:33
Arnarhóll er stórt grænt svæði rétt fyrir ofan þessa óbyggðu reiti við höfnina, þar sem stór bílastæði voru.
Og stórir bílakjallarar verða undir húsum á þessum nú óbyggðu reitum.
Reykjavíkurhöfn er gríðarstór og við höfnina eða skammt frá henni getur að sjálfsögðu verið víkingasafn, eins og til að mynda Sjóminjasafnið og "stærsta hvalasýning í Evrópu" á Granda.
Og víkingasafn getur að sjálfsögðu verið í einkaeigu.
Steini Briem, 27.8.2015
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:35
9.7.2015:
"Starfsemi Landsbankans í Reykjavík fer fram í mörgum húsum víða í borginni. Þar af eru fjórtán hús í Kvosinni og aðeins fjögur þeirra í eigu bankans. Leigusamningar eru flestir til skamms tíma, á bilinu 1-3 ár."
"Með nýbyggingu næst fram mun betri nýting á húsnæði en nú er. Landsbankinn rekur starfsemi á tæplega 29 þúsund fermetrum á höfuðborgarsvæðinu en nýbyggingin verður um 14.500 fermetrar auk 2.000 fermetra í kjallara fyrir tæknirými og fleira.
Með þessu fækkar fermetrum undir starfsemi bankans á þessu svæði um allt að 46%."
"Áætlanir gera ráð fyrir að árlegur rekstrarkostnaður vegna húsnæðis lækki um 700 milljónir króna og að fjárfestingin borgi sig upp á um tíu árum."
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:37
15.5.2015:
"Meðan á framkvæmdunum stendur fækkar bílastæðum í Miðbænum en að þeim loknum innan þriggja ára er gert ráð fyrir að um eitt þúsund bílastæði verði í bílakjallara undir svæðinu."
Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið (ekki rétt mynd með fréttinni)
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:39
23.9.2013:
"Þeir sem eiga erindi í miðbæinn virðast síður vilja leggja bílum sínum í bílastæðahúsum miðborgarinnar ef marka má myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins náði síðdegis í gær.
Á meðan bílastæðaplan við Tryggvagötu, nálægt Tollhúsinu, var þéttsetið og bílarnir hringsóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bílahúsi Kolaportsins við Kalkofnsveg.
Svo vildi til að það var bíll frá embætti tollstjóra."
"Bílstæðin við Tryggvagötu voru full og mörgum bílum var lagt ólöglega."
Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:40
11.2.2015:
"Margfalt dýrara er að leggja í bílastæðahúsum í miðborgum höfuðborga annarra landa á Norðurlöndunum en í Reykjavík.
Í Osló er það frá þrisvar og hálfum sinnum til sjö sinnum dýrara en hér, jafnvel þó miðað sé við fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá bílastæðahúsa Reykjavíkurborgar."
Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:41
29.6.2015:
"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.
Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:42
8.6.2017:
Sterk staða meirihlutans í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 1.7.2017 kl. 14:52
Þrátt fyrir sigur verndunarfólks í Bernhöftstorfumálinu stefndi aftur í óefni á græðgisbóluárunum.
Það er útúrsnúningur að halda því fram að SDG, Ólafur F. Magnússon og fleiri hafi ekki gert neitt gagn í húsfriðunarmálum eða haft nein áhrif, af því að þeir voru ekki í aðstöðu til þess á áttunda áratug síðustu aldar.
Með sömu rökum má halda því fram að Guðmundur Páll Ólafsson hafi ekki haft nein áhrif í náttúruverndarmálum, af því að hann kom hvergi nærri baráttunni í Laxárdeilunni í kringum 1970.
Ómar Ragnarsson, 1.7.2017 kl. 18:14
Ómar minn. Er SDG farinn með peningana úr landi?
Var það ekki áhyggjuefni í einhverjum viðvörunar-grínleik þínum, að aðalhættan væri að SDG færi með peningana úr landi?
Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki allar gríngáttir leiklistarinnar fréttafléttu-vegferðanna á Íslands-fjölmiðluninni.
En nú finnst mér eins og þú sért kominn í rúmlega 360 gráðu hring í fréttaskýringum Ómar minn? Eða kannski er það ég sem ekki man allt rétt?
Gangi þér annars sem best í framtíðinni Ómar minn, við að fræða okkur flest sem mest, og sem réttast.
Enginn veit allt en allir vita eitthvað.
Samfélag hjálpast að við að standa vörð um það sem er rétt, og verja þá sem hafa verið blekktir í svikablekkingarhít illra og valdamisbeitandi embættisnetaflækjur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.7.2017 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.